Formúla 1

Sjáðu ótrúlegan árekstur Stroll og Vettel

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel og Lance Stroll lentu í undarlegu samstuði á innhringnum eftir keppnina í Malasíu.

Í spilara í fréttinni má finna myndband af atvikinu sem er einstakt. Dómarar keppninnar hafa ákveðið að refsa hvorugum ökumanni. Vettel gæti þó þurft nýjan gírkassa sem gæti haft afleiðingar næstu helgi í Suzuka í Japan.

Vettel tók sér far til baka með Pascal Wehrlein, Vettel settist á Sauber bílinn hjá Wehrlein, sem er bannað. Eins tók hann með sér stýrið úr bílnum sem er einnig bannað. Spurning hvort einhverjar afleiðingar verða fyrir Vettel þess vegna.


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól og Vettel aftastur

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma.

Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×