Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 07:53 Erfiðlega hefur gengið að keyra birgðum um götur og vegi Puerto Rico vegna skemmda og braks. Vísir/AFP Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira