Vergne vann í Montreal en Lucas di Grassi meistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. júlí 2017 23:00 Lucas di Grassi varð meistari ökumanna í Formúlu E. Vísir/Getty Jean-Eric Vergne á Techeetah bílnum vann sína fyrstu keppni í Formúlu E í dag í Montreal, Kanada. Lucas di Grassi varð meistari ökumanna í mótaröðinni. Vergne tók fram úr Sam Bird strax í ræsingunni og náði þar með öðru sæti. Hann átti svo meiri orku eftir undir lokin eða á 29. hring, þá tók hann dýfu á Felix Rosenqvist. Vergne gat svo varist tilraunum Rosenqvist til að reyna að næla í fyrsta sætið. Renault e.Dams liðið vann sinn þriðja titil í keppni bílasmiða í Formúlu E. Liðið hefur unnið alla titla bílasmiða í mótaröðinni. Aftar í goggunarröðinni kom di Grassi sem var með 18 stiga forskot á Sebastien Buemi fyrir keppnina. Di Grassi dugði að koma heim í sjöunda sæti í dag af því að Buemi náði ekki í nein stig í dag. Buemi ræsti 13. af stað en lenti í aftanákeyrslu í fyrstu beygju. Antonio Felix da Costa skall á Buemi. Liðið hans skipaði Buemi að koma inn á þjónustusvæðið eftir áreksturinn til að fjarlægja hlíf yfir dekkinu sem hafði losnað. Honum tókst þó að fjarlægja hana og fyrir misskilning fór hann inn á þjónustusvæðið. Eftir það var á brattan að sækja fyrir Buemi sem endaði í 11. sæti. Þrátt fyrir sex sigra og algera drottnun í upphafi tímabils, tókst Buemi ekki að sækja annan titil sinn. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég var mjög upptekinn alla keppnina Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. júlí 2017 14:13 Ferrari vann tvöfalt í Ungverjalandi | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla hestu atburði ungverska kappakstursins í Formúlu 1. 30. júlí 2017 15:15 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jean-Eric Vergne á Techeetah bílnum vann sína fyrstu keppni í Formúlu E í dag í Montreal, Kanada. Lucas di Grassi varð meistari ökumanna í mótaröðinni. Vergne tók fram úr Sam Bird strax í ræsingunni og náði þar með öðru sæti. Hann átti svo meiri orku eftir undir lokin eða á 29. hring, þá tók hann dýfu á Felix Rosenqvist. Vergne gat svo varist tilraunum Rosenqvist til að reyna að næla í fyrsta sætið. Renault e.Dams liðið vann sinn þriðja titil í keppni bílasmiða í Formúlu E. Liðið hefur unnið alla titla bílasmiða í mótaröðinni. Aftar í goggunarröðinni kom di Grassi sem var með 18 stiga forskot á Sebastien Buemi fyrir keppnina. Di Grassi dugði að koma heim í sjöunda sæti í dag af því að Buemi náði ekki í nein stig í dag. Buemi ræsti 13. af stað en lenti í aftanákeyrslu í fyrstu beygju. Antonio Felix da Costa skall á Buemi. Liðið hans skipaði Buemi að koma inn á þjónustusvæðið eftir áreksturinn til að fjarlægja hlíf yfir dekkinu sem hafði losnað. Honum tókst þó að fjarlægja hana og fyrir misskilning fór hann inn á þjónustusvæðið. Eftir það var á brattan að sækja fyrir Buemi sem endaði í 11. sæti. Þrátt fyrir sex sigra og algera drottnun í upphafi tímabils, tókst Buemi ekki að sækja annan titil sinn.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Ég var mjög upptekinn alla keppnina Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. júlí 2017 14:13 Ferrari vann tvöfalt í Ungverjalandi | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla hestu atburði ungverska kappakstursins í Formúlu 1. 30. júlí 2017 15:15 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Vettel: Ég var mjög upptekinn alla keppnina Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina? 30. júlí 2017 14:13
Ferrari vann tvöfalt í Ungverjalandi | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla hestu atburði ungverska kappakstursins í Formúlu 1. 30. júlí 2017 15:15