Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir alla hestu atburði ungverska kappakstursins í Formúlu 1.
Daniel Ricciardo datt úr strax á fyrsta hring eftir að liðfélagi hans, Max Verstappen, keyrði á hann. Ferrari vann ákveðinn varnarsigur í því að halda fyrstu tveimur sætunum þrátt fyrir skekkju í stýrinu á bíl Sebastian Vettel. Uppgjörsþáttinn má sjá í spilaranum í fréttinni.
Ferrari vann tvöfalt í Ungverjalandi | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Tengdar fréttir

Vettel: Ég var mjög upptekinn alla keppnina
Sebastian Vettel á Ferrari vann sína fjórðu keppni á tímabilinu í dag. Hann jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna upp í 14 stig. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji.

Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól
Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi.