Hætta á að hinsegin eldri borgarar fari aftur inn í skápinn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2017 20:00 Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira