Hætta á að hinsegin eldri borgarar fari aftur inn í skápinn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2017 20:00 Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira