Hætta á að hinsegin eldri borgarar fari aftur inn í skápinn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2017 20:00 Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira