Telja Djúpið bera 30.000 tonna eldi Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Mikil uppbygging er á Vestfjörðum vegna fiskeldis, en í skugga harðrar gagnrýni úr ýmsum áttum vísir/pjetur Hafrannsóknastofnun telur að aðstæður í Ísafjarðardjúpi leyfi ekki eldi á meira en 30.000 tonnum af fiski á hverjum tíma. Þetta er undir því magni sem fiskeldismenn hafa talið að mögulegt sé að ala í Djúpinu. Ef fyrirhuguð áform um eldi, sem þegar hafa verið kynnt, ná fram að ganga slagar það upp í það magn sem þar er mögulegt að framleiða eða um 25.000 tonn á ári. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum burðarþolsmat sitt, en með breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat, sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi, án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið.Höskuldur SteinarssonHluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi. Í greinargerð Hafró segir að vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi, og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs eldis á vatnsgæði og botndýralíf, sé gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. „Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raungögnum,“ segir í greinargerð Hafró. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF), segir það ekkert launungarmál að Ísafjarðardjúp hafi verið talið bera meiri eldisstarfsemi en burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir. „En sérþekkingin liggur hjá Hafró og því mun vöktun eldissvæðanna, eftir að framleiðsla er hafin, leiða í ljós hvort rými verði fyrir endurskoðað mat í framtíðinni. Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varanlegum áhrifum á umhverfið. Þar fer hagur okkar eldismanna og umhverfisins saman því ef viðkomandi svæði ber ekki áætlað framleiðslumagn þá viljum við ekki hefja þar starfsemi,“ segir Höskuldur í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið kynnt. Arnarlax áformar 10.000 tonna eldisframleiðslu í Ísafjarðardjúpi sem stjórnað verður frá Bolungarvík. Eins að fyrirtækið Háafell, sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hafi áætlanir sem gera ráð fyrir 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi og verður vinnsla fyrirtækisins á Ísafirði. Þá áformar fyrirtækið Arctic Sea Farm eldi af svipaðri stærð og Háafell. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Hafrannsóknastofnun telur að aðstæður í Ísafjarðardjúpi leyfi ekki eldi á meira en 30.000 tonnum af fiski á hverjum tíma. Þetta er undir því magni sem fiskeldismenn hafa talið að mögulegt sé að ala í Djúpinu. Ef fyrirhuguð áform um eldi, sem þegar hafa verið kynnt, ná fram að ganga slagar það upp í það magn sem þar er mögulegt að framleiða eða um 25.000 tonn á ári. Hafrannsóknastofnun birti á dögunum burðarþolsmat sitt, en með breytingu á lögum um fiskeldi árið 2014 voru sett inn ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat, sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum er mat á burðarþoli svæða skilgreint sem þol þeirra til að taka á móti auknu lífrænu álagi, án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið.Höskuldur SteinarssonHluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi. Í greinargerð Hafró segir að vegna aðstæðna í Ísafjarðardjúpi, og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif áætlaðs eldis á vatnsgæði og botndýralíf, sé gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að vöktun á áhrifum eldisins fari fram. „Slík vöktun yrði forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt yrði á raungögnum,“ segir í greinargerð Hafró. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva (LF), segir það ekkert launungarmál að Ísafjarðardjúp hafi verið talið bera meiri eldisstarfsemi en burðarþolsmat Hafró gerir ráð fyrir. „En sérþekkingin liggur hjá Hafró og því mun vöktun eldissvæðanna, eftir að framleiðsla er hafin, leiða í ljós hvort rými verði fyrir endurskoðað mat í framtíðinni. Allt snýst þetta jú um að reyna að hámarka nýtingu eldissvæðanna án þess að valda neikvæðum varanlegum áhrifum á umhverfið. Þar fer hagur okkar eldismanna og umhverfisins saman því ef viðkomandi svæði ber ekki áætlað framleiðslumagn þá viljum við ekki hefja þar starfsemi,“ segir Höskuldur í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Áform þriggja fyrirtækja um eldi í Ísafjarðardjúpi hafa verið kynnt. Arnarlax áformar 10.000 tonna eldisframleiðslu í Ísafjarðardjúpi sem stjórnað verður frá Bolungarvík. Eins að fyrirtækið Háafell, sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, hafi áætlanir sem gera ráð fyrir 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Ísafjarðardjúpi og verður vinnsla fyrirtækisins á Ísafirði. Þá áformar fyrirtækið Arctic Sea Farm eldi af svipaðri stærð og Háafell. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira