Innlent

Teknir með mikið magn af sterum og fíkniefnum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir stórfelld fíkniefna- og lyfjalagabrot. Farið er fram á að tæplega 300 þúsund krónur verði gerðar upptækar.
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir stórfelld fíkniefna- og lyfjalagabrot. Farið er fram á að tæplega 300 þúsund krónur verði gerðar upptækar. Vísir/Eyþór
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum, á fertugs- og fimmtugsaldri, sem grunaðir eru um stórfelld fíkniefna- og lyfjalagabrot. Mikið magn af amfetamíni og MDMA dufti fannst í fórum mannanna tveggja í apríl 2014 en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að selja efnin og dreifa þeim.

Þeir voru báðir ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að rúmlega 440 grömm af amfetamíni og tæp 250 grömm af MDMA, að styrkleika 79 prósent, fundust í íbúð annars mannsins.

Við leit á hinum manninum fundust 186 grömm af amfetamíni sem og 100 stykki af vefaukandi steralyfjum sem maðurinn er grunaður um að hafa ætlað að selja. Lögregla gerði efnin upptæk við leitina en jafnframt er farið fram á að 267 þúsund krónur sem fundust á manninum verði gerðar upptækar.

Mennirnir tveir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×