Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2017 21:00 Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira