Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2017 18:45 Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira