Enski boltinn

Birkir ónotaður varamaður hjá Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með Aston Villa á undirbúningstímabilinu.
Birkir Bjarnason í leik með Aston Villa á undirbúningstímabilinu. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu þegar Aston Villa gerði 1-1 jafntefli við Hull City í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar í kvöld.

Birkir hefur ekki spilað mótsleik með Aston Villa síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Rotherham þann 4. mars á þessu ári.

Hann gekk í raðir Aston Villa í upphafi ársins þegar hann var keyptur frá Basel í Sviss. Birkir er 29 ára og hefur verið í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa yfir á 7. mínútu en Jarrod Bowen skoraði jöfnunarmark Hull á 62. mínútu.

John Terry var í byrjunarliði Aston Villa í kvöld en hann kom frá Chelsea í sumar. Terry hafði spilað með Chelsea allan sinn feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×