Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2025 17:27 Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Preston í dag. Richard Sellers/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Slóvenía | Örlög Íslands ráðast í grannaslag Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Stefán Teitur kominn á blað Stefán Teitur hóf leikinn á miðri miðju Preston og átti frábæran leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Hann kom sínum mönnum yfir á 28. mínútu eftir sendingu Milutin Osmajić. Staðan var 1-1 þegar Skagamaðurinn var tekinn af velli en Preston tókst að landa eins marks sigri, lokatölur 2-1 á Deepdale-vellinum í Preston. 😮💨#pnefc pic.twitter.com/4Erf2fUnl5— Preston North End FC (@pnefc) January 25, 2025 Preston er með 37 stig í 14. sæti að loknum 29 leikjum. Sjö stigum á eftir Middlesbrough sem er í 6. sæti ensku B-deildarinnar en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson átti fínan leik í miðverðinum hjá Plymouth Argyle sem náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland. Guðlaugur Victor og félagar eru í botnsæti deildarinnar með 22 stig. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn Rovers sem mátti þola 2-1 tap gegn Bristol City. Arnór er að glíma við meiðsli á læri. Jón Daði að njóta sín Jón Daði stimplaði sig inn með krafti þegar hann hjálpaði Burton að vinna sinn fyrsta leik síðan í byrjun desember með marki gegn Wigan Athletic. Hann hélt uppteknum hætti í dag og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Burton tók á móti Rotherham. Some first period 🤩 #BAFC pic.twitter.com/4PAvpmwn8P— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Gestirnir skoruðu strax í upphafi leiks en Jón Daði svaraði skömmu síðar og bætti þriðja marki heimamanna við undir lok fyrri hálfleiks. Segja má að Burton hafi gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en Rotherham minnkaði muninn í 4-2. Jón Daði var tekinn af velli á 87. mínútu og lauk leiknum með 4-2 sigri Burton sem er komið með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. A four-midable performance to give us the W 😍#BAFC pic.twitter.com/e8HPXmnQel— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 25, 2025 Benóný Breki Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Stockport County sem vann 2-0 sigur á Crawley. Stockport er í 5. sæti með 44 stig að loknum 27 leikjum. Jason Daði Svanþórsson spilaði rúma klukkustund þegar Grimsby tapaði 3-0 fyrir Barrow í ensku D-deildinni. Grimsby er í 9. sæti með 38 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Slóvenía | Örlög Íslands ráðast í grannaslag Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Man. Utd | Kvöldleikur í Lundúnum Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira