Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 19:45 Gunnar Hrafn Jónsson. visir/Eyþór Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01
Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58