Gronk toppaði kjánamánuðinn með því að stela treyju Tom Brady og vera tæklaður | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:30 Tom Brady horfir á eftir Gronk með treyjuna. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017 NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, vann sinn fimmta Super Bowl-titil í byrjun febrúar þegar hann leiddi sína menn til ótrúlegustu endurkomu í sögu NFL-deildarinnar. Gleðin var mikil hjá Brady og félögum þá en leikstjórnandinn fagnaði sigrinum í skugga þess að treyjunni sem hann spilaði í var stolið úr búningsklefanum. Það mál varð heldur betur stórt en treyjan fannst eftir leit bandarísku alríkislögreglunnar heima hjá mexíkóskum ritstjóra sem er talinn hafa stundað þá iðju að stela úr búningsklefum leikmanna um langa hríð. Brady er búinn að fá treyjuna aftur og mætti með hana á Fenway Park, heimavöll hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, þar sem hann átti að sjá um fyrsta kast tímabilsins. Brady rölti með treyjuna út á kastarahólinn og lyfti henni upp fyrir axlir við mikla kátínu stuðningsmanna Red Sox sem halda auðvitað allir með New England. En þá gerðist svolítið sem engan óraði fyrir. Sprelligosinn Rob Gronkowski, innherji New England, kom aftan að Brady og stal treyjunni. Hann hélt henni þó ekki lengi því Brady elti stóra manninn uppi og tæklaði hann í jörðina. Virkilega skondin sena. Þessi treyjustuldur Gronk toppar kjánamánuð hans þar sem sá stóri hefur farið til Barcelona og leikið sér í amerískum fótbolta með Javier Mascherano og svo auðvitað frammistaða hans á stærsta fjölbragðaglímusviði heims um helgina.Tom and Gronk just out here having some fun pic.twitter.com/6Ofvc3dbiB— Pete Blackburn (@PeteBlackburn) April 3, 2017
NFL Tengdar fréttir Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30 Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00 Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15 Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Nú er hægt að borða eins og Tom Brady Fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady er enn á toppnum þó svo hann sé orðinn 39 ára. Hann hefur meðal annars þakkað mataræðinu fyrir að vera í eins góðu formi og hann er í. 8. mars 2017 10:30
Fertugur Brady vill spila í sex til sjö ár í viðbót Það gæti varla verið betri tími fyrir Tom Brady að leggja skóna á hilluna en núna. Hann er orðinn fertugur, hefur unnið allt á ferlinum og það mörgum sinnum en síðasta en ekki síst þá varð hann í febrúar NFL-meistari í fimmta sinn eftir ótrúlega og sögulega endurkomu í Super Bowl. 28. mars 2017 11:00
Gronk mættur í WrestleMania Hinn skrautlegi innherji NFL-meistara New England Patriots, Rob Gronkowski, er alltaf til í að taka þátt í einhverri vitleysu. 3. apríl 2017 22:15
Treyja Tom Brady frá því í Super Bowl fundin New England Patriots vann Super Bowl í Houston í síðasta mánuði eftir ótrúlega endurkomu og fyrstu framlenginguna í sögu Super Bowl. 20. mars 2017 16:00