„Sumir stuðningsmenn Arsenal vilja sjá liðið tapa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 10:30 Wenger Out borðarnir eru orðnir algeng sjón. vísir/getty Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. Frakkinn er undir mikilli pressu en umræðan um framtíð hans hjá Arsenal er mjög hávær. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort Wenger verður við stjórnvölinn hjá Arsenal á næsta tímabili. Merson segir að andstaðan gegn Wenger sé orðin svo mikil að sumir stuðningsmenn Arsenal vilji einfaldlega sjá liðið tapa til að losna við franska knattspyrnustjórann. „Það eru til stuðningsmenn sem vilja sjá liðið tapa,“ sagði Merson. „Ég held að við séum komin á þann stað að það skiptir ekki máli hvort Wenger verður áfram eða hættir. Tímabilið hefur fjarað út og stuðningsmennirnir hafa misst áhugann.“ Merson, sem lék með Arsenal á árunum 1985-1997, segir að Wenger hafi of mikil völd hjá félaginu. „Fyrir mér er vandamálið hversu miklu hann ræður. Wenger gerir allt hjá Arsenal. Enginn segir honum fyrir verkum og hann er orðinn hrokafullur sem er ekki gott. Hann heldur áfram að segja okkur að hann muni ákveða hvað hann geri í framtíðinni. Það er ekki rétt,“ sagði Merson. „Vandamálið er hvað ætlar hann að gera ef hann fer frá Arsenal? Hann er ekki eins og Sir Alex Ferguson sem getur notið þess að horfa á kappreiðar. Arsenal er lífið hans og hann vill ekki missa það.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Arsenal mætir West Ham United klukkan 18:45 á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að hluti stuðningsmanna liðsins vilji sjá það tapa leikjum á lokaspretti tímabilsins, ef það flýtir fyrir brottför Arsene Wenger. Frakkinn er undir mikilli pressu en umræðan um framtíð hans hjá Arsenal er mjög hávær. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort Wenger verður við stjórnvölinn hjá Arsenal á næsta tímabili. Merson segir að andstaðan gegn Wenger sé orðin svo mikil að sumir stuðningsmenn Arsenal vilji einfaldlega sjá liðið tapa til að losna við franska knattspyrnustjórann. „Það eru til stuðningsmenn sem vilja sjá liðið tapa,“ sagði Merson. „Ég held að við séum komin á þann stað að það skiptir ekki máli hvort Wenger verður áfram eða hættir. Tímabilið hefur fjarað út og stuðningsmennirnir hafa misst áhugann.“ Merson, sem lék með Arsenal á árunum 1985-1997, segir að Wenger hafi of mikil völd hjá félaginu. „Fyrir mér er vandamálið hversu miklu hann ræður. Wenger gerir allt hjá Arsenal. Enginn segir honum fyrir verkum og hann er orðinn hrokafullur sem er ekki gott. Hann heldur áfram að segja okkur að hann muni ákveða hvað hann geri í framtíðinni. Það er ekki rétt,“ sagði Merson. „Vandamálið er hvað ætlar hann að gera ef hann fer frá Arsenal? Hann er ekki eins og Sir Alex Ferguson sem getur notið þess að horfa á kappreiðar. Arsenal er lífið hans og hann vill ekki missa það.“ Arsenal situr í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Arsenal mætir West Ham United klukkan 18:45 á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45 Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33 Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30 Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00 Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Jafnt í stórleiknum á Emirates Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2017 16:45
Wenger: Elska þetta félag Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki. 2. apríl 2017 17:33
Ian Wright: Wenger verður að fara eða fá öðruvísi leikmenn til Arsenal | Myndband Fyrrverandi framherji Arsenal segir ekkert heillandi við félagið lengur annað en það er staðsett í London. 3. apríl 2017 10:30
Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. 3. apríl 2017 06:00
Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi. 3. apríl 2017 23:30