Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:55 Guðríður er alls ekki sammála Áslaugu Örnu og lét það í ljós í nýjum skoðanapistli á Vísi. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum. Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum.
Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48