Enski boltinn

Ætla að bjóða 60 milljónir punda í Sánchez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez lék ekki með Arsenal gegn Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Alexis Sánchez lék ekki með Arsenal gegn Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Manchester City ætlar að bjóða 60 milljónir punda í Alexis Sánchez, sóknarmann Arsenal. The Telegraph greinir frá.

Sílemaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og framtíð hans er í óvissu. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur þó sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að Sánchez verði ekki seldur.

Pep Guardiola vill bæta sóknarmanni við leikmannahóp Manchester City áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, vill bæta sóknarmanni við leikmannahópinn sinn áður en félagaskiptaglugginn lokar og horfir hýru auga til hins 28 ára gamla Sánchez.

City ætlar að reyna að freista Arsenal með tilboði upp á 60 milljónir punda. Í frétt Telegraph kemur einnig fram að City ætli að bjóða Sánchez veglegan samning sem myndi færa honum í kringum 400.000 pund í vikulaun.

Samkvæmt heimildum Telegraph vill Sánchez helst fara frá Arsenal í þessum mánuði. Hann er þó tilbúinn að klára tímabilið með Arsenal og fara svo á frjálsri sölu að því loknu.

Sánchez kom til Arsenal frá Barcelona fyrir þremur árum. Hann hefur leikið 144 leiki með Skyttunum og skorað 72 mörk.


Tengdar fréttir

Guardiola segir sína menn þurfa að bæta sóknarleikinn

Pep Guardiola var ánægður eftir 2-0 sigur Manchester City á Brighton í lokaleik dagsins í enska boltanum en sagði að sínir menn gætu þrátt fyrir yfirburðina í leiknum gert betur í sóknarleiknum.

Wenger: Ég elska Giroud

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var kátur eftir 4-3 sigur á Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn

Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld og það með sögulegum föstudagsleik þegar Arsenal tekur á móti Leicester City. Chelsea vann titilinn á síðasta tímabili en flestir spekingar eru á því að baráttan í ár verði á milli City og United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×