78 hagkvæmar íbúðir rísa á mjög eftirsóttu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 16:39 Fyrirhuguð byggð á Keilugranda. 78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira