Innlent

Rannsakar skoðanir fólks á innflytjendamálum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannsókn Svavars leitast til við að útskýra hvað ræður því hvað er talið viðeigandi að segja í umræðum um innflytjendamál og hvað ekki.
Rannsókn Svavars leitast til við að útskýra hvað ræður því hvað er talið viðeigandi að segja í umræðum um innflytjendamál og hvað ekki.
Viðhorf Íslendinga til innflytjendamála eru viðfangsefni rannsóknar Svavars Jakobssonar meistaranema í Fjölmiðla- og boðskiptafræðum við Háskóla Íslands.

Rannsókn Svavars leitast til við að útskýra hvað ræður því hvað er talið viðeigandi að segja í umræðum um innflytjendamál og hvað ekki.

Svavar bendir á að umræðan um innflytjendur hefur verið hitamál í samfélaginu að undanförnu og komi reglulega upp á síðum blaðanna og á samfélagsmiðlum. Umræðuefnið var valið vegna þess hversu sterkar skoðanir einstaklingar hafa tjáð á samfélagsmiðlum og á kommenta kerfum á vefsíðum blaðanna.

Hlekk á viðhorfskönnun sem að er mikilvægur þáttur rannsóknarinnar má finna hér en Svavar telur mikilvægt að sem flestir taki þátt. Það tekur einungis nokkrar mínútur að svara könnuninni sem er opin til 20. apríl. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir um miðjan júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×