„Hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 13:27 Subway í Vestamannaeyjum er við Bárustíg. Ja.is Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09