„Hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 13:27 Subway í Vestamannaeyjum er við Bárustíg. Ja.is Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09