„Hvaða kynþokkafulli maður á afmæli 8. ágúst og er fæddur 1954?“ Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2017 13:17 Vilhjálmur bendir Finn sem manninn á bak við Dekhill Advisors án þess þó að segja það. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður gerir því skóna að maðurinn sem er að baki félaginu Dekhill Advisors sé Finnur Ingólfsson. Þetta gerir Vilhjálmur þó án þess að segja það hreint út en hann spyr: „Hvaða kynþokkafulli máður á afmæli 8. ágúst og er fæddur 1954?“ Svarið við þeirri spurningu Vilhjálms fæst á Íslendingabók og er svohljóðandi: Finnur Ingólfsson.Vilhjálmur vitnar í klásúlu sem finna má á RUV. „Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru fjórir milljarðar króna að núvirði. Nafn félagsins fannst í gegnum símagreiðslu en einu upplýsingarnar um það eru skráning um stofnsetningu á Bresku Jómfrúreyjum 25. júlí 2005 með númerinu 668854.“ Finnur Ingólfsson var lengi viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar, sem er í aðalhlutverki í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum. Þar segir að kaupin hafi verið ein allsherjar svikamylla. Finnur var ráðherra Framsóknarflokksins, þá Seðlabankastjóri áður en hann fór út í einkageirann. Finnur skrifaði undir kaupsamninginn á söluna á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum 16. janúar 20103 fyrir hönd VÍS, Valgerður Sverrisdóttir og Geir H. Haarde fyrir hönd íslenska ríkisins en Ólafur Ólafsson fyrir hönd Eglu hf. og Margeir Daníelsson fyrir hönd Samvinnulífeyrissjóðsins. Ýmsir leggja orð í belg á Facebooksíðu Vilhjálms, þar sem hann setur hina óljósu kenningu sína fram. Meðal annarra Andrés Magnússon blaðamaður sem segir: „F er 6. stafur stafrófsins. 668854 stendur ljóslega fyrir „Finnur fundinn, 8. ágúst 1954.“ Þá er og bent á að á Íslandi tíðkist að menn leiti uppi sérstaka talnaröð við stofnun bankareikninga. Síðustu stafir í kennitölu komi þá gjarnan við sögu. Vilhjálmur hrósar nú sigri eftir að skýrsla rannsóknarnefnd Alþingis um söluna á Búnaðarbankanum kom fram. Hann gagnrýndi þá sölu harðlega og taldi ljóst að þar væri fiskur undir steini. Stóra spurningin sem eftir stendur, líkt og Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar hefur sagt, er hver sé raunverulegur eigandi Dekhill Advisors? Vilhjálmur hefur áður haft á réttu að standa varðandi það hvernig kaupin gerast að tjaldabaki. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Vilhjálmur Bjarnason þingmaður segir íslensk skattayfirvöld geta varpað ljósi á huldufélagið sem fékk hagnað á móti Ólafi Ólafssyni í Búnaðarbankafléttunni. 30. mars 2017 18:15 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Tilefni til að kanna málin til hlítar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður til umræðu á þingfundi í dag. 30. mars 2017 06:00 „Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum árið 2003 fóru fram á þingi í dag. 30. mars 2017 13:45 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður gerir því skóna að maðurinn sem er að baki félaginu Dekhill Advisors sé Finnur Ingólfsson. Þetta gerir Vilhjálmur þó án þess að segja það hreint út en hann spyr: „Hvaða kynþokkafulli máður á afmæli 8. ágúst og er fæddur 1954?“ Svarið við þeirri spurningu Vilhjálms fæst á Íslendingabók og er svohljóðandi: Finnur Ingólfsson.Vilhjálmur vitnar í klásúlu sem finna má á RUV. „Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru fjórir milljarðar króna að núvirði. Nafn félagsins fannst í gegnum símagreiðslu en einu upplýsingarnar um það eru skráning um stofnsetningu á Bresku Jómfrúreyjum 25. júlí 2005 með númerinu 668854.“ Finnur Ingólfsson var lengi viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar, sem er í aðalhlutverki í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum. Þar segir að kaupin hafi verið ein allsherjar svikamylla. Finnur var ráðherra Framsóknarflokksins, þá Seðlabankastjóri áður en hann fór út í einkageirann. Finnur skrifaði undir kaupsamninginn á söluna á kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum 16. janúar 20103 fyrir hönd VÍS, Valgerður Sverrisdóttir og Geir H. Haarde fyrir hönd íslenska ríkisins en Ólafur Ólafsson fyrir hönd Eglu hf. og Margeir Daníelsson fyrir hönd Samvinnulífeyrissjóðsins. Ýmsir leggja orð í belg á Facebooksíðu Vilhjálms, þar sem hann setur hina óljósu kenningu sína fram. Meðal annarra Andrés Magnússon blaðamaður sem segir: „F er 6. stafur stafrófsins. 668854 stendur ljóslega fyrir „Finnur fundinn, 8. ágúst 1954.“ Þá er og bent á að á Íslandi tíðkist að menn leiti uppi sérstaka talnaröð við stofnun bankareikninga. Síðustu stafir í kennitölu komi þá gjarnan við sögu. Vilhjálmur hrósar nú sigri eftir að skýrsla rannsóknarnefnd Alþingis um söluna á Búnaðarbankanum kom fram. Hann gagnrýndi þá sölu harðlega og taldi ljóst að þar væri fiskur undir steini. Stóra spurningin sem eftir stendur, líkt og Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar hefur sagt, er hver sé raunverulegur eigandi Dekhill Advisors? Vilhjálmur hefur áður haft á réttu að standa varðandi það hvernig kaupin gerast að tjaldabaki.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Vilhjálmur Bjarnason þingmaður segir íslensk skattayfirvöld geta varpað ljósi á huldufélagið sem fékk hagnað á móti Ólafi Ólafssyni í Búnaðarbankafléttunni. 30. mars 2017 18:15 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Tilefni til að kanna málin til hlítar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður til umræðu á þingfundi í dag. 30. mars 2017 06:00 „Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum árið 2003 fóru fram á þingi í dag. 30. mars 2017 13:45 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Vilhjálmur Bjarnason þingmaður segir íslensk skattayfirvöld geta varpað ljósi á huldufélagið sem fékk hagnað á móti Ólafi Ólafssyni í Búnaðarbankafléttunni. 30. mars 2017 18:15
Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37
Tilefni til að kanna málin til hlítar Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður til umræðu á þingfundi í dag. 30. mars 2017 06:00
„Hvenær kaupir maður banka og hvenær kaupir maður ekki banka?“ Umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum árið 2003 fóru fram á þingi í dag. 30. mars 2017 13:45