Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2017 23:35 Það er uggur í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna nýrra eigenda Arion banka. Vísir/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku. Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.
Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20