Það þurfti að vökva flíkina reglulega Guðný Hrönn skrifar 19. mars 2017 21:00 Jana klæddist afskornum blómum í myndatöku fyrir plötuumslag væntanlegrar plötu sinnar. Mynd/Íris Dögg Söngkonan Jana María Guðmundsdóttir klæddist 160 ferskum blómum í myndatöku fyrir plötuumslagið á væntanlegri plötu hennar. Teymið á bak við myndatökuna þurfti að hafa hraðar hendur og keppast við að halda blómunum á lífi.Jana er að vinna í að senda fré sér sína fyrstu plötu.Mynd/Íris DöggPlata Jönu ber heitið Flora. „Við ákváðum að vinna með fersk blóm sem tengingu við titil plötunnar og við fengum um það bil 160 fersk afskorin blóm frá New York. Tíminn var knappur því líftími blómanna gefur ekki mikið svigrúm. Brynja vann „blómabrynjuna“ kvöldið fyrir myndatökuna og við þurftum að halda henni rakri fram yfir myndatökuna. Sem sagt, það þurfti að vökva flíkina reglulega,“ útskýrir Jana. Jana segir Kristalssal Þjóðleikhússins hafa verið tilvalinn fyrir myndatökuna. „Þar má finna fallegan arkitektúr og sígilda þætti sem ríma vel við stílinn á plötunni, art deco á nútímalegan hátt,“ segir Jana sem er himinlifandi með hvernig myndatakan heppnaðist enda fékk hún skothelt teymi með sér í lið. „Með okkur í myndatökunni voru listakonur, hver á sínu sviði. Fía Ólafsdóttir sá um hárgreiðslu á meðan förðun var í höndum Tinnu Ingimarsdóttur. Íris Dögg er svo menntaður ljósmyndari og hefur starfað í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Brynja Skjaldar fatahönnuður starfar sem stílisti og búningahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið sem aðstoðarstílisti Eddu Guðmunds í New York í myndböndum á borð við Blank Space með Taylor Swift og Wherever I Go með One Republic. Brynja hefur einnig tekið að sér að hanna flíkur fyrir ákveðin verkefni og myndatökur fyrir Paul Mitchell og Tommy Hilfiger,“ útskýrir Jana sem er þessa stundina að leggja lokahönd á upptökur plötunnar. „Við stefnum á að halda útgáfutónleika í vor til að fagna komu plötunnar.“ Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Söngkonan Jana María Guðmundsdóttir klæddist 160 ferskum blómum í myndatöku fyrir plötuumslagið á væntanlegri plötu hennar. Teymið á bak við myndatökuna þurfti að hafa hraðar hendur og keppast við að halda blómunum á lífi.Jana er að vinna í að senda fré sér sína fyrstu plötu.Mynd/Íris DöggPlata Jönu ber heitið Flora. „Við ákváðum að vinna með fersk blóm sem tengingu við titil plötunnar og við fengum um það bil 160 fersk afskorin blóm frá New York. Tíminn var knappur því líftími blómanna gefur ekki mikið svigrúm. Brynja vann „blómabrynjuna“ kvöldið fyrir myndatökuna og við þurftum að halda henni rakri fram yfir myndatökuna. Sem sagt, það þurfti að vökva flíkina reglulega,“ útskýrir Jana. Jana segir Kristalssal Þjóðleikhússins hafa verið tilvalinn fyrir myndatökuna. „Þar má finna fallegan arkitektúr og sígilda þætti sem ríma vel við stílinn á plötunni, art deco á nútímalegan hátt,“ segir Jana sem er himinlifandi með hvernig myndatakan heppnaðist enda fékk hún skothelt teymi með sér í lið. „Með okkur í myndatökunni voru listakonur, hver á sínu sviði. Fía Ólafsdóttir sá um hárgreiðslu á meðan förðun var í höndum Tinnu Ingimarsdóttur. Íris Dögg er svo menntaður ljósmyndari og hefur starfað í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Brynja Skjaldar fatahönnuður starfar sem stílisti og búningahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið sem aðstoðarstílisti Eddu Guðmunds í New York í myndböndum á borð við Blank Space með Taylor Swift og Wherever I Go með One Republic. Brynja hefur einnig tekið að sér að hanna flíkur fyrir ákveðin verkefni og myndatökur fyrir Paul Mitchell og Tommy Hilfiger,“ útskýrir Jana sem er þessa stundina að leggja lokahönd á upptökur plötunnar. „Við stefnum á að halda útgáfutónleika í vor til að fagna komu plötunnar.“
Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira