„Feluleikurinn hefur farið mjög illa með mann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 19:30 „Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Það eru fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig.“ Þetta segir lesbía á níræðisaldri. Hún segir þöggun um málefni hinsegin fólks á efri árum vera óbærilega, og vill hreinskilnari og opnari umræðu. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Samtökin 78 hefðu á dögunum stofnað sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, þar sem stórlega vanti upp á fagþekkingu á þeirra málefnum. Fjörutíu ára samband í leynumNanna Úlfsdóttir er áttatíu og eins árs lesbía. Hún kom út úr skápnum fyrir tuttugu árum. Þá hafði hún búið með konu í fjörutíu ár. „Þó að ég geti ekki kvartað yfir mínu lífi, í sjálfu sér, þá hefur feluleikurinn farið mjög illa með mann. Mjög illa. Og þetta kannski tekur á mann eftir því sem árin líða,“ segir hún. Ljóst sé að hinsegin fólk sé að finna á dvalar- og öldrunarheimilum þó að starfsfólk sé ekki meðvitað um það. „Ég get alveg trúað þessu að það sé rétt, því að svigrúmið er ekkert gefið. Við eigum alltaf að vera eins. Og þegar fólk er farið að verða fullorðið og haldi nú að það eigi rétt á frelsi, þá eru bara allar dyr lokaðar. Þá er komið fram við alla eins og þeir séu eins,“ segir Nanna.Fólk kemur út úr skápnum eftir að makinn fellur fráHún starfaði sjálf fyrir Samtökin 78 og segir dæmi um að fólk komi út úr skápnum á efri árum, jafnvel eftir að maki þeirra fellur frá. Samkynhneigð sé að vissu leyti enn feimnismál hjá hennar kynslóð. „Þögnin er ansi mikil ennþá. Og ég get bara sagt mína eigin reynslu. Ég held að það séu mjög fáir sem hafa nokkurn tímann rætt mína kynhneigð við mig. Þannig að þöggunin hún er, kannski getum við bara sagt, hún er óbærileg í reynd. Það mætti gjarnan vera heiðarlegri og hreinskilnari umræða.“ Nanna segir mikilvægt að fólk fái svigrúm til að fá að blómstra á eigin forsendum. „Lífið er ekki búið fyrr en maður kveður, sofnar bara að eilífu. Þetta er eins og annað. Opin, heiðarleg, hreinskiptin umræða, hún gerir ótrúlega mikið fyrir líðan fólks á heildina litið.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira