Erlent

Eiturlyfjabarón handtekinn eftir 30 ár á flótta

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan í Brasilíu telur að samtök Hvíthauss framleiði um fimm tonn af kókaíni í hverjum mánuði.
Lögreglan í Brasilíu telur að samtök Hvíthauss framleiði um fimm tonn af kókaíni í hverjum mánuði. Vísir/Getty
Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið eiturlyfjabaróninn Luiz Carlos da Rocha, sem er betur þekktur sem „White Head“ eða Hvíthaus. Hvíthaus notaðist við lýtaaðgerðir til að forðast handtöku í nær 30 ár. Hvíthaus hafði farið huldu höfði og notast við nafnið Vitor Luiz de Moraes.

Samkvæmt lögreglu á Hvíthaus yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsisdóm en honum er gefið að sök að stjórna einu umfangsmesta fíkniefnaveldi Suður Ameríku sem framleiði um fimm tonn af kókaíni í hverjum mánuði. Talið er að samtök hans framleiði fíkniefni í Bólivíu, Perú og Kólumbíu og smygli þeim til Evrópu og Bandaríkjanna með afar flóknu kerfi.

Aðalsamstarfsmaður Hvíthauss var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglu sem 150 lögreglumenn tóku þátt í. LAgði lögregla hald á flugvélar, bíla og annað í eigu samtakanna að verðmæti 10 milljóna Bandaríkjadala en talið er að Hvíthaus hafi safnað að sér auði og eignum sem nema um 100 milljónum Bandaríkjadala.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×