Gott að fara til Rússlands núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2017 07:00 Sverrir Ingi í leik með Granada. vísir/getty Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“ Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“
Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira