Enski boltinn

Mourinho: Ef baráttan væri á enda þá væri ég farinn til Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho í rigningunni í kvöld.
Mourinho í rigningunni í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, sagði að sínir menn hefðu verið þreyttir í leiknum gegn Bournemouth í kvöld.

„Ég er ánægður með stigin því þetta var erfiður leikur. Þeir fengu að hvíla sig einum degi lengur en við og voru líka andlega ferskari þar sem stórleikir taka mikið á,“ sagði Mourinho eftir 1-0 sigurleikinn sem var ekki beint glæsilegur hjá hans liði.

„Við fengum færi til þess að skora meira en síðasta stundarfjórðunginn náðu þeir að setja pressu á okkur.“

United er ellefu stigum á eftir Man. City en Mourinho neitar að viðurkenna að City sé búið að vinna deildina.

„Við tökum bara einn leik í einu og reynum að vinna þá alla. Mótið er bara búið í maí. Ef það væri búið núna þá væri ég farinn í frí til Brasilíu eða Los Angeles.“


Tengdar fréttir

Markastíflan brast hjá Lukaku

Man. Utd vann 1-0 sigur á Bournemouth í kvöld en það var lítill glæsibragur á leik United-liðsins í rigningunni á heimavelli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×