Ísland valið fegursti tökustaðurinn: „Svona verðlaun eru okkur mikils virði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 13:50 Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Íslandsstofa Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spilling á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans. Hátíðin er haldin á Indlandi. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum. Einar leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. „Ég held að fólk geri sér kannski ekki grein fyrir því hvað kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er stór. Þar eru árlega gerðar meira en 1500 kvikmyndir og seldir fleiri miðar en nokkurs staðar í heiminum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu hafa sex kvikmyndir frá Indlandi verið teknar upp hér á landi á undanförnum árum. Sú stærsta er kvikmyndin Dilwale, með indversku stórstjörnunni Shah Rukh Khan sem tekin var hér upp árið 2015. Myndband við lagið Gerua úr kvikmyndinni Dilwale hefur verið skoðað í kringum 200 milljón sinnum á Youtube. Tökurnar fóru fram á Suðurlandinu og er Ísland þar í aðalhlutverki. Framleiðslukostnaður þess var um ein milljón dollara.Vaxandi áhugi Einar segir því eftir miklu að slæðast fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki á Indlandi. „Svona verðlaun eru okkur mikils virði því þau vekja athygli. Það skemmir heldur ekki fyrir að fá hingað stjörnu á borð við Shah Rukh Khan.“ Khan hefur fengið viðurnefnið Konungur Bollywood og er talið að hann sé einn ríkasti leikari í heimi. „Alls eru rúmlega 40 milljónir manns að fylgjast með honum á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter, sem er umtalsvert meira en Íslandsvinir á borð við Tom Cruise og Ben Stiller geta státað, en hvor um sig er með rúmlega sjö milljónir fylgjenda,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofu. Íslandsstofa hefur staðið fyrir kynningu á Íslandi sem tökustað undanfarin ár í samstarfi við Sendiráð Íslands. Einar segir að áhugi á Íslandi sem tökustað sé vaxandi á Indlandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30 Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47 Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spilling á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Bollywood stiklan komin út: Enn ein landkynningin fyrir Ísland Bollywood stjarnan Shahrukh Khan var hér á landi í sumar við tökur á nýjustu mynd hans Dilwale. 11. nóvember 2015 15:30
Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku Myndbandið var að öllu leyti tekið upp á Íslandi og skartar einni skærustu stjörnu Bollywood. 19. nóvember 2015 14:47
Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa "Hann var bara rosa kúl.“ Hjólið var notað í tökur á væntanlegri Bollywood-mynd. 29. ágúst 2015 22:49