Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 88-101 | Haukar stöðvuðu hraðlestina Magnús Einþór Áskelsson skrifar 13. desember 2017 20:30 Helena Sverrisdóttir var óstöðvandi í kvöld. vísir/ernir Eftir sex sigurleiki í röð kom að því að Keflavík tapaði er Haukar komu í heimsókn. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-28. Keflavík kom til baka í öðrum leikhluta undir stjórn Brittanny Dinkins sem var allt í öllu í fyrri hálfleik og skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar. Keflavík leiddi í háfleik 51-49 og lítið um varnarleik í TM höllinni. Í þriðja leikhluta var leikurinn hnífjafn framan af, Haukar undir stjórn Helenu Sverrisdóttur náðu svo frumkvæðinu en Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði þrist leið og flautan gall, staðan 72-73 fyrir fjórða leikhluta. Margir áttu von á því sama fram á síðustu mínútu en það var ekki. Haukar byrjuðu gríðarlega sterkt og þegar fimm mínútur lifðu leiks var staðan 72-89. Vörn Haukastelpna small saman og sóknin sem var búin að vera góð allan leikinn hélt áfram að malla. Öruggur sigur Haukastelpna á erfiðum útivelli staðreynd, 88-101.Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu mun betri vörn í kvöld en Keflavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þær náðu að stoppa Brittanny Dinkins og Thelmu Dís. Frákastabaráttan var einnig Hauka sem rifu niður 17 sóknarfráköst sem reyndust Keflavíkurstelpum dýrt. Brittanny Dinkins fékk ekki hvíld fyrr en í fjórða leikhluta og virtist alveg sprungin á því í byrjun hans þegar Haukar lögðu grunninn af sigrinum, hefði þurft að fá að blása aðeins í þriðja leikhluta. Það má líka segja að Keflvík hafi saknað Emilíu Ósk Gunnarsdóttur sem sleit krossbönd í síðasta leik en hún er gríðarlega öflugur varnarmaður sem skilar líka stigum á töfluna.Bestu menn vallarins Brittany Dinkins var virkilega frábær í dag fyrir heimakonur, með 39 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir var með 17 stig. Fyrir gestina var Helena Sverrisdóttir rosaleg en hún skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Cherise Michelle Daniel skilaði einnig góðum leik en hún skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Haukastelpur tóku frákastabaráttuna 45-31, þar af 17 sóknarfráköst sem var einn af þáttunum sem skiluðu þessum sigri.Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var alls ekki góður í þessum leik enda fengu þær 101 stig á sig á heimavelli. Þær réðu illa við Helenu Sverrisdóttur sem fór oft illa með vörn Keflavíkur.Hvað næst? Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Ljónagryfjunni meðan að Haukar fá Skallagrím í heimsókn á Ásvelli.Keflavík 88- Haukar 101 (23-28, 51-49,72-73,88-101)Keflavík: Brittanny Dinkins 39/15 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 17, Þóranna Kika Hodge-Carr 11 , Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Irena Sól Jónsdóttir 5, , Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/13 fráköst, Cherise Michelle Daniel 22/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 18, Dýrfinna Arnarsdóttir 14, Anna Lóa Óskarsdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 5, Sigrún Björk Ólafsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Ragnaheiður Björk Einarsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0.Ingvar: Náðum að stoppa þær í seinni hálfleik Invar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var gríðarlega ánægður með leik sinna stelpna í kvöld. Varnarleikurinn small þegar á leið leikinn sem lagði grunninn af sigrinum. „Ég er rosalega ánægður með mjög margt í þessum leik. Mér fannst við skelfilega slakar í varnarleiknum í fyrri hálfleik, sóknin var góð allan leikinn en síðan náðum við að stoppa þær í seinni hálfleik, spiluðum miklu betri vörn og náðum aðeins að skrúfa fyrir tveggja manna leikinn hjá þeim Brittanny og Thelmu og náðum að ná upp þægilegu forskoti,” sagði Ingvar. Helena Sverrisdóttir spilaði þenna leik veik en þrátt fyrir það átti hún stjörnuleik, Ingvar var stoltur af sinni konu í leikslok. „Frábær leikur hjá henni við sprautum hana með inflúensusprautu fyrir hvern leik ef hún ætlar að spila svona vel slöpp. Hún átti frábæran leik og ég er ótrúlega stoltur af henni.“Sverrir: Vorum í vandræðum varnarlega Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með leik sinna stelpna í kvöld, sérstaklega varnarlega. Liðið réði lítið við Helenu Sverrisdóttur sem reyndist þeim erfið í kvöld. „Sjálfsögðu ekki sáttur, við spiluðum fullt af góðum köflum í leiknum en í seinni hálfleik eða mest allann leikinn erum við í vandræðum varnarlega, Helena og kaninn þeirra eru að fá allt of mikið af fríum skotum og komast framhjá okkur. Svo var þetta komið í mikinn mun,við fórum í svæði sem gekk ágætlega en það var bara of seint. Við spiluðum bara ekki nægjanalega vel til að eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. Næsti leikur er gegn botnliði Njarðvíkur sem er án sigurs í deildinni, Sverrir vildi lítið gefa það út að þetta yrði auðveldur leikur. Njarðvík hafi hent tveimur sterkum andstæðingum úr bikarnum og sínar stelpur yrðu að vera á tánum í þessum leik. „Þetta virkar ekki þannig, þær eru búnar að vinna tvö hörkulið í bikarnum þannig að það er ekkert þannig. Ef við spilum mjög góðan leik þá getum unnið leikinn, ef við verðum í svona gír þá afrekum við ekki mikið. En við verðum bara að koma okkur saman núna og gera okkur klár fyrir Laugardaginn en við verðum að spila vel til að vinna, það skiptir engu máli hvernig Njarðvík hefur spilað í deildinni í vetur.” Dominos-deild kvenna
Eftir sex sigurleiki í röð kom að því að Keflavík tapaði er Haukar komu í heimsókn. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-28. Keflavík kom til baka í öðrum leikhluta undir stjórn Brittanny Dinkins sem var allt í öllu í fyrri hálfleik og skoraði 23 stig og gaf 7 stoðsendingar. Keflavík leiddi í háfleik 51-49 og lítið um varnarleik í TM höllinni. Í þriðja leikhluta var leikurinn hnífjafn framan af, Haukar undir stjórn Helenu Sverrisdóttur náðu svo frumkvæðinu en Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði þrist leið og flautan gall, staðan 72-73 fyrir fjórða leikhluta. Margir áttu von á því sama fram á síðustu mínútu en það var ekki. Haukar byrjuðu gríðarlega sterkt og þegar fimm mínútur lifðu leiks var staðan 72-89. Vörn Haukastelpna small saman og sóknin sem var búin að vera góð allan leikinn hélt áfram að malla. Öruggur sigur Haukastelpna á erfiðum útivelli staðreynd, 88-101.Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu mun betri vörn í kvöld en Keflavík, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem þær náðu að stoppa Brittanny Dinkins og Thelmu Dís. Frákastabaráttan var einnig Hauka sem rifu niður 17 sóknarfráköst sem reyndust Keflavíkurstelpum dýrt. Brittanny Dinkins fékk ekki hvíld fyrr en í fjórða leikhluta og virtist alveg sprungin á því í byrjun hans þegar Haukar lögðu grunninn af sigrinum, hefði þurft að fá að blása aðeins í þriðja leikhluta. Það má líka segja að Keflvík hafi saknað Emilíu Ósk Gunnarsdóttur sem sleit krossbönd í síðasta leik en hún er gríðarlega öflugur varnarmaður sem skilar líka stigum á töfluna.Bestu menn vallarins Brittany Dinkins var virkilega frábær í dag fyrir heimakonur, með 39 stig, 15 stoðsendingar og 7 fráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir var með 17 stig. Fyrir gestina var Helena Sverrisdóttir rosaleg en hún skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Cherise Michelle Daniel skilaði einnig góðum leik en hún skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Haukastelpur tóku frákastabaráttuna 45-31, þar af 17 sóknarfráköst sem var einn af þáttunum sem skiluðu þessum sigri.Hvað gekk illa? Varnarleikur Keflavíkur var alls ekki góður í þessum leik enda fengu þær 101 stig á sig á heimavelli. Þær réðu illa við Helenu Sverrisdóttur sem fór oft illa með vörn Keflavíkur.Hvað næst? Keflavík tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Ljónagryfjunni meðan að Haukar fá Skallagrím í heimsókn á Ásvelli.Keflavík 88- Haukar 101 (23-28, 51-49,72-73,88-101)Keflavík: Brittanny Dinkins 39/15 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 17, Þóranna Kika Hodge-Carr 11 , Birna Valgerður Benónýsdóttir 11, Irena Sól Jónsdóttir 5, , Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 32/13 fráköst, Cherise Michelle Daniel 22/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 18, Dýrfinna Arnarsdóttir 14, Anna Lóa Óskarsdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 5, Sigrún Björk Ólafsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Ragnaheiður Björk Einarsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0.Ingvar: Náðum að stoppa þær í seinni hálfleik Invar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var gríðarlega ánægður með leik sinna stelpna í kvöld. Varnarleikurinn small þegar á leið leikinn sem lagði grunninn af sigrinum. „Ég er rosalega ánægður með mjög margt í þessum leik. Mér fannst við skelfilega slakar í varnarleiknum í fyrri hálfleik, sóknin var góð allan leikinn en síðan náðum við að stoppa þær í seinni hálfleik, spiluðum miklu betri vörn og náðum aðeins að skrúfa fyrir tveggja manna leikinn hjá þeim Brittanny og Thelmu og náðum að ná upp þægilegu forskoti,” sagði Ingvar. Helena Sverrisdóttir spilaði þenna leik veik en þrátt fyrir það átti hún stjörnuleik, Ingvar var stoltur af sinni konu í leikslok. „Frábær leikur hjá henni við sprautum hana með inflúensusprautu fyrir hvern leik ef hún ætlar að spila svona vel slöpp. Hún átti frábæran leik og ég er ótrúlega stoltur af henni.“Sverrir: Vorum í vandræðum varnarlega Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með leik sinna stelpna í kvöld, sérstaklega varnarlega. Liðið réði lítið við Helenu Sverrisdóttur sem reyndist þeim erfið í kvöld. „Sjálfsögðu ekki sáttur, við spiluðum fullt af góðum köflum í leiknum en í seinni hálfleik eða mest allann leikinn erum við í vandræðum varnarlega, Helena og kaninn þeirra eru að fá allt of mikið af fríum skotum og komast framhjá okkur. Svo var þetta komið í mikinn mun,við fórum í svæði sem gekk ágætlega en það var bara of seint. Við spiluðum bara ekki nægjanalega vel til að eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. Næsti leikur er gegn botnliði Njarðvíkur sem er án sigurs í deildinni, Sverrir vildi lítið gefa það út að þetta yrði auðveldur leikur. Njarðvík hafi hent tveimur sterkum andstæðingum úr bikarnum og sínar stelpur yrðu að vera á tánum í þessum leik. „Þetta virkar ekki þannig, þær eru búnar að vinna tvö hörkulið í bikarnum þannig að það er ekkert þannig. Ef við spilum mjög góðan leik þá getum unnið leikinn, ef við verðum í svona gír þá afrekum við ekki mikið. En við verðum bara að koma okkur saman núna og gera okkur klár fyrir Laugardaginn en við verðum að spila vel til að vinna, það skiptir engu máli hvernig Njarðvík hefur spilað í deildinni í vetur.”
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum