Dagný: Stælarnir í Portland gerðu mig sterkari Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 19:15 Dagný Brynjarsdóttir. vísir/böddi tg Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins, hefur verið mikið meidd og hefur aðeins spilað fimmtán mínútur með landsliðinu á árinu. Hún var mætt á æfinguna í Ermelo í dag og segist geta spilað 90 mínútur á móti Frakklandi. „Ef Freyr vill það þá er ég klár. Mér Líður bara ótrúlega vel. Ég er búin að æfa hrikalega vel í tíu vikur þannig ég er góð,“ segir Dagný.Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. Dagný vildi ólm spila síðustu tvo vináttuleiki íslenska liðsins fyrir EM í apríl á móti Írlandi og Brasilíu en félagslið hennar portland Thorns bannaði henni það og kallaði hana heim. Því var erfitt að taka. „Fyrir mig var þetta fyrst og fremst ógeðslega pirrandi. Ég var búin að missa af mörgum verkefnum með landsliðinu á árinu og þetta voru síðustu tveir leikirnir sem ég gat tekið þátt í fyrir EM,“ segir Dagný sem fékk ekki að spila leikina. „Portland bannaði mér að spila en svo kem ég út og fæ heldur ekkert að spila þar sem var eftir landsleikina. Þetta var hrikalega erfitt fyrir mig andlega en á sama tíma styrkti þetta mig líka og gerði mig andlega sterkari. Það var mikið mótlæti á þessum tíma. “ Rangæingurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hún er búin að æfa vel og er í ótrúlega góðu standi miðað við að hafa spilað lítið á árinu. „Ég ákvað bara að nýta æfingarnar mínar í staðinn betur og síðan ég gat byrjað að æfa fyrir tíu vikum hef ég bara hugsað um að vera í standi fyrir EM. Það var alveg sama sama þó Portland var með smá stæla við mig. Hausinn á mér var á EM. Þetta gerði mig bara sterkari og undirbjó mig betur fyrir þetta verkefni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira