Dramatík í Breiðholti og í Laugardal | Fimm leikjum lokið í Inkasso deildinni Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:00 Fylkismenn halda toppsætinu visir/andri marinó Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net Íslenski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira