Innlent

Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi

Kjartan Kjartansson skrifar
Slysið átti sér stað inni á gámasvæði Árborgar.
Slysið átti sér stað inni á gámasvæði Árborgar. Vísir/MHH
Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Bifreið féll af tjakki á manninn á gámasvæðinu við Víkurheiði á þriðjudagskvöld. Klemmdist maðurinn fastur undir bifreiðinni sem hann var að vinna undir.

Hann var endurlífgaður á vettvangi og fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi nú skömmu fyrir hádegi segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×