Leikarinn er þeim hæfileikum gæddur að hann segir frábærar sögur og hefur greinilega upplifað margt.
Foxx leyfði einu sinni breska tónlistarmanninum Ed Sheeran að gista á sófanum.
„Hann svaf á sófanum hjá mér í sex vikur áður en hann varð frægur,“ sagði Foxx.
Á þessum tíma kom Foxx fram einu sinni í viku og fór með uppistand í Los Angeles og það á mánudagskvöldum.
„Ég reif hann með mér eitt kvöldið og lét hann koma fram fyrir framan átta hundruð blökkumenn.“
Foxx segir að það hafi tekið Sheeran tólf mínútur til að fá standandi lófaklapp í salnum og í dag er hann einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims.