John McCain með krabbamein í heila Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 06:23 Dóttir McCain segir hann taka fregnunum af yfirvegun. Vísir/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain hefur verið greindur með krabbamein í heila. Æxlið uppgötvaðist þegar McCain var í aðgerð til að fjarlægja blóðkökk sem var fyrir ofan vinstra auga hans. McCain, sem er 80 ára að aldri, dvelur nú heima hjá sér og jafnar sig eftir aðgerðina, samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu hans. „Læknar hans segja að hann sé að jafna sig ótrúlega vel og að almennt sé heilsa hans mjög góð,“ segir í tilkynningunni. „Meðferðarmöguleikar eru meðal annars lyfjameðferð og geislameðferð.“ McCain var hermaður í stríðinu í Víetnam og var stríðsfangi í meira en fimm ár. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona ríki frá árinu 1987. Hann bauð sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2008 fyrir hönd Repúblikanaflokksins en tapaði fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Obama sendi sínum gamla andstæðing batakveðjur á Twitter í gær. John McCain is an American hero & one of the bravest fighters I've ever known. Cancer doesn't know what it's up against. Give it hell, John.— Barack Obama (@BarackObama) July 20, 2017 Sú tegund krabbameins sem McCain var greindur með, glioblastoma, er mjög ágeng. Líkurnar á slíku meini aukast með aldrinum og herjar frekar á karlmenn en kvenmenn. Meghan McCain, dóttir þingmannsins, segir að fréttirnar hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það kemur ykkur ekki á óvart að í þessu öllu saman er faðir minn sá sem er rólegur og fullur sjálfstrausts,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína. „Hann mætir þessari áskorun líkt og hverri annari. Krabbamein mun kannski hafa ýmis áhrif á hann en það mun ekki láta hann gefast upp. Það hefur aldrei neitt gert.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi McCain einnig batakveðjur.Melania and I send our thoughts and prayers to Senator McCain, Cindy, and their entire family. Get well soon. https://t.co/fONWVlmYyz— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 20, 2017
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira