Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 23:56 Mjóar dökkar rákir í barmi Garni-gígsins á Mars. Kenningar voru um að fljótandi saltvatn gæti myndað þær. NASA/JPL/University of Arizona Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið. Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið.
Vísindi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira