Verð ekki með allan heiminn á herðum mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Valdís Þóra bregður á leik á mótinu í Kína. mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira