Ágætu alþingismenn – horfum til framtíðar Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu gáfu allir stjórnmálaflokkar loforð og væntingar um betri framtíð. Öll viljum við vinna að bættum hag samfélagsins þó svo leiðir til þess geta verið ólíkar. Í slíkri vinnu þarf að hafa í huga að allt er breytingum undirorpið og mikilvægt að horfa til áhrifaþátta eins og hærri lífaldurs, loftslagsbreytinga og ekki hvað síst þeirrar hröðu tækniþróunar sem getur á komandi árum umbylt öllu því sem við þekkjum í dag. Flestir þekkja að framtíðin getur verið ólíkindatól. Erfitt er að spá fyrir um hana enda getum við yfirleitt ekki vitað hver birtingarform framtíðarinnar verða. Til að ná utan um viðfangsefnið, þá leggja framtíðarfræðin áherslu á að skoðaðar séu ólíkar framtíðir en ekki einblínt á eina eða fáar birtingarmyndir hennar. Framtíðirnar eru dregnar fram með mótuðum aðferðum framtíðarfræða og niðurstöður þeirra notaðar til að velja hentugustu leiðirnar til að ná settum markmiðum. Því miður hafa stjórnvöld ekki alltaf náð að fylgja eftir breytingum í umhverfinu þrátt fyrir vaxandi þarfir og óskir þar um. Hægt að sækja fram Til að stjórnvöld geti haldið íslensku samfélagi í fremstu röð þurfa þau að greina og skilja breytingarnar í umhverfinu í tíma. Með því að tileinka sér framtíðarhugsun geta stjórnvöld náð nýjum og áður óþekktum árangri sem felst m.a. í góðri stjórnun og ekki hvað síst í því að hægt er að sækja fram í stað þess að bregðast eingöngu við því sem þegar er orðið. Í mörgum löndum eru stjórnvöld ekki að hugsa um hvort nýting framtíðarfræða sé áhugaverður valkostur heldur eru þau nú þegar nýtt í opinberri stjórnsýslu. Í þessu samhengi horfum við Íslendingar gjarnan til Finnlands sem fyrirmyndar. Þar leggur þingið reglulega fram framtíðarskýrslu um hina ýmsu málaflokka þar sem áhersluþættir eru skoðaðir út frá ólíkum sjónarmiðum til langs tíma. Í öðrum löndum, s.s. í Svíþjóð, hafa verið skipaðar framtíðarnefndir eða framtíðarráðuneyti. Fyrirtæki og stofnanir nota aðferðir framtíðarfræða, eins og sviðsmyndir, í stöðugt ríkari mæli sem grunn að markvissri stefnumótun, áhættugreiningu og nýsköpun til að takast á við breytingar og harðnandi samkeppni. Samfélagslegar breytingar hafa verið hraðar á undanförnum árum og á tímum örra breytinga skapast enn frekari hætta á að rangar ákvarðanir séu teknar. Á sama tíma þurfa langtímasjónarmið að ríkja þar sem horft er til þarfa komandi kynslóða. Það er nokkuð ljóst að stórir málaflokkar eins og heilbrigðis-, mennta-, menningar-, atvinnu- og samgöngumál munu gjörbreytast á næstu árum vegna tækninýjunga og viðhorfsbreytinga. Því miður hefur gjarnan skort á að þessi mál séu skoðuð faglega til að varpa nýju ljósi á það sem koma skal. Þarna koma m.a. fram þættir eins breytt aldurs- og íbúasamsetning, búsetuþróun, kröfur um varanleika í nýtingu hráefna, náttúruvernd og umhverfismál. Tíma Alþingis væri vel varið í að vinna að langtíma stefnumótun og framtíðarrýni með velferð Íslands að leiðarljósi. Áhersla á að rýna framtíðina til hagsbóta fyrir samfélagið, fyrirtæki og stofnanir er sérþekking sem Framtíðarsetur Íslands er tilbúið að leggja fram í samvinnu við hagaðila á hverju sviði, ekki hvað síst með stjórnvöldum. Besta leiðin til að spá fyrir um framtíðina er að móta hana. Sævar Kristinsson er ráðgjafi hjá KPMG.Karl Friðriksson er framkvæmdastjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar