Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Þessi stóðu upp úr í nóvember

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Sérfræðingarnir í Domono's Körfuboltakvöldi gerðu upp nóvembermánuð í gærkvöldi.

Í liði mánaðarins karlamegin voru þeir Kári Jónsson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Austin Bracey, Hlynur Bæringsson og Ryan Taylor.

Þjálfari liðsins er Israel Martin, þjálfari Tindastóls.

 

 

Kvennamegin voru þær Berglind Gunnarsdóttir, Brittany Dinkins, Helena Sverrisdóttir, Thelma Dís Ásgeirsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir.

Þjálfari liðsins er Ricardo Gonzáles Dávila, þjálfari Skallagríms.

Leikmaður nóvembermánuðar karlamegin, sem kosinn var af lesendum Vísir var Kári Jónsson í Haukum.

Kári háði harða baráttu við Sigtrygg Arnar, en Kári hlaut 40 prósent atkvæða gegn 39 prósent atkvæða Sigtryggs Arnars. Ryan Taylor rak lestina og fékk 21 prósent atkvæða.

Kári fór fyrir liði Hauka sem vanm þrjá af fjórum leikjum sínum í Nóvember. Þar af unnu þeir í vesturbænum gegn íslandsmeisturum KR.

Leikmaður nóvembermánuðar kvennamegin, sem einnig var kosin af lesendum Vísis var Bergling Gunnarsdóttir í Snæfell.

Berglind hlaut 32 prósent atkvæða og hafði þar með betur í baráttunni gegn Thelmu Dís í Keflavík, sem kom næst með 27 prósent atkvæða. Þar á eftir kom Carmen Tyson-Thomas með 22 prósent atkvæða og rak Brittany Dinkins lestina með 19 prósent atkvæða. 

Lesendur Vísis kusu líka um tilþrif nóvembermánuðar í Domino's deild karla í körfuknattleik.

Kosningin var hnífjöfn en hafði Ólafur Ólafsson í Grindavík betur gegn þeim Urald King, Antonio Hester og Hlyni Bæringssyni.

Frábær troðsla Ólafs á heimavelli gegn KR tryggði honum úlpu frá Cintamani.

Vilhjálmur Theodór Jónsson, leikmaður Njarðvíkur, varð þess heiðurs aðnjótandi þennan mánuðinn að fá Fannar skammar verðlaun Domino's körfuboltakvölds.

Verðlaunin fékk hann fyrir smjörkennda frammistöðu gegn Val, þar sem hann klúðraði meðal annars auðveldu sniðskoti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×