Fólkið í Sjálfstæðisflokknum hefur rétt á því að velja Arndís Kristjánsdóttir og Eiríkur Ingvarsson og Halldór Ingi Pálsson skrifa 22. ágúst 2017 10:15 Undanfarna daga hafa birst í fjölmiðlum greinar þar sem tekist er á um hugmyndina um svokallað leiðtogaprófkjör í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum 9. ágúst síðastliðinn að leggja þetta fyrirkomulag við val á lista fyrir fund fulltrúaráðsins sem haldinn verður seinna í dag. Ekki voru allir mættir á fundinn enda ekkert sem benti til þess á fundinum að stjórnin ætlaði að fjalla um val á lista í byrjun ágúst þegar rúmir 9 mánuðir eru til kosninga og margir enn í sumarfrí. Engin dagskrá var send stjórnarmönnum né voru þeir upplýstir á annan hátt að til stæði að fjalla um þessi mál. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka á fundarsköpum ákvað formaður Varðar að afgreiða umræðu og atkvæðagreiðslu um leiðtogaprófkjör á einum og sama fundinum. Undirritaðir stjórnarmenn voru meðal þeirra sem ekki sátu fundinn og brá skiljanlega illilega í brún þegar niðurstaða fundarins lá fyrir. Til að gefa öllum stjórnarmönnum tækifæri til að kynna sér tillöguna hafði þó verið ákveðinn fundur stuttu síðar. Því var hins vegar breytt með tölvupósti frá tillöguflytjendum þar sem stjórnarmenn voru hvattir til að hafna því að annar stjórnarfundur yrði haldinn. Í kjölfar þessa komu nokkrir félagar í Verði á framfæri efasemdum um leiðtogaprófkjör í fjölmiðlum og vefmiðlum. Viðbrögð formanns Varðar voru þau að ráðast gegn þessum aðilum með því að skella fram á opinberum vettvangi fullyrðingum þar sem rekja mátti hvernig einstaka stjórnarmenn hefðu hagað málflutningi og atkvæðagreiðslu á umræddum stjórnarfundi Varðar. Háttsemi formanns Varðar var augljóst brot á trúnaði við þá stjórnarmenn fyrir utan að formaðurinn fór ekki með rétt mál í öllum tilvikum. Það er öllum ljóst að ef leggja á fram tillögu með umfangsmiklum breytingum á kosningafyrirkomulagi þarf tíma til að vinna henni brautargengi og sátt um tillöguna meðal flokksmanna. Tillögunni fylgja margir óvissuþættir, eins og hún er lögð fram í dag, og því nauðsynlegt að skoða hana betur áður en endanleg ákvörðun er tekin í þessu mikilvæga máli. Það er sorglegt að verða vitni að þeim vinnubrögðum hluta stjórnar fulltrúaráðsins í Reykjavík sem hafa stuðlað að tortryggni og óþarfa átökum í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðsmanna.Höfundar eru félagar í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst í fjölmiðlum greinar þar sem tekist er á um hugmyndina um svokallað leiðtogaprófkjör í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum 9. ágúst síðastliðinn að leggja þetta fyrirkomulag við val á lista fyrir fund fulltrúaráðsins sem haldinn verður seinna í dag. Ekki voru allir mættir á fundinn enda ekkert sem benti til þess á fundinum að stjórnin ætlaði að fjalla um val á lista í byrjun ágúst þegar rúmir 9 mánuðir eru til kosninga og margir enn í sumarfrí. Engin dagskrá var send stjórnarmönnum né voru þeir upplýstir á annan hátt að til stæði að fjalla um þessi mál. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka á fundarsköpum ákvað formaður Varðar að afgreiða umræðu og atkvæðagreiðslu um leiðtogaprófkjör á einum og sama fundinum. Undirritaðir stjórnarmenn voru meðal þeirra sem ekki sátu fundinn og brá skiljanlega illilega í brún þegar niðurstaða fundarins lá fyrir. Til að gefa öllum stjórnarmönnum tækifæri til að kynna sér tillöguna hafði þó verið ákveðinn fundur stuttu síðar. Því var hins vegar breytt með tölvupósti frá tillöguflytjendum þar sem stjórnarmenn voru hvattir til að hafna því að annar stjórnarfundur yrði haldinn. Í kjölfar þessa komu nokkrir félagar í Verði á framfæri efasemdum um leiðtogaprófkjör í fjölmiðlum og vefmiðlum. Viðbrögð formanns Varðar voru þau að ráðast gegn þessum aðilum með því að skella fram á opinberum vettvangi fullyrðingum þar sem rekja mátti hvernig einstaka stjórnarmenn hefðu hagað málflutningi og atkvæðagreiðslu á umræddum stjórnarfundi Varðar. Háttsemi formanns Varðar var augljóst brot á trúnaði við þá stjórnarmenn fyrir utan að formaðurinn fór ekki með rétt mál í öllum tilvikum. Það er öllum ljóst að ef leggja á fram tillögu með umfangsmiklum breytingum á kosningafyrirkomulagi þarf tíma til að vinna henni brautargengi og sátt um tillöguna meðal flokksmanna. Tillögunni fylgja margir óvissuþættir, eins og hún er lögð fram í dag, og því nauðsynlegt að skoða hana betur áður en endanleg ákvörðun er tekin í þessu mikilvæga máli. Það er sorglegt að verða vitni að þeim vinnubrögðum hluta stjórnar fulltrúaráðsins í Reykjavík sem hafa stuðlað að tortryggni og óþarfa átökum í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðsmanna.Höfundar eru félagar í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun