Enski boltinn

Alli íhugar að skipta um umboðsmann og vill fá miklu hærri laun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dele Alli í leik Tottenham og Chelsea á Wembley á sunnudaginn.
Dele Alli í leik Tottenham og Chelsea á Wembley á sunnudaginn. vísir/getty
Dele Alli, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, íhugar nú að skipta um umboðsmann samkvæmt heimildum Daily Mail.

Alli fær „aðeins“ 60.000 pund í vikulaun hjá Tottenham og veit að hann getur fengið miklu hærri laun annars staðar. Alli vill fá a.m.k. þrefalt hærri laun næsta sumar að því er fram kemur í frétt Daily Mail.

Litlar líkur eru á því að Tottenham sé tilbúið að hækka laun Allis svona mikið en Spurs borgar frekar lág laun miðað við hin félögin í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester-félögin City og United og Chelsea hafa áhuga á hinum 21 árs gamla Alli sem er þó spenntari fyrir því að spila utan Englands.

Alli kom til Tottenham frá MK Dons 2015. Hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með Spurs þar sem hann skoraði 10 mörk og var valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Í fyrra skoraði Alli 22 mörk í öllum keppnum og var aftur valinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×