Húsnæðisverð hækkaði mest á Akureyri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. desember 2017 22:45 Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira