Enski boltinn

„Wilshere ætti að fara“

Dagur Lárusson skrifar
Wilshere í leiknum gegn West Ham í vikunni.
Wilshere í leiknum gegn West Ham í vikunni. vísir/getty
Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Jack Wilshere ætti að láta samning sinn hjá Arsenal renna út næsta sumar.

Jack Wilshere á aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum en Nicholas elur að leikmaðurinn þurfi að fara til annað liðs til þess að fá að spila í sinni stöðu og fá að spila meira.

„Persónulega þá vil ég að hann verði áfram því að hæfileikaríkur leikmaður eins og hann á heima hjá Arsenal.“

„En vegna þess að Arsenal er að einblína svo mikið á aðra leikmenn eins og Alexis, Özil og Lacazette þá hafa leikmenn eins og Wilshere gleymst og þess vegna er Wilshere enn og aftur í þeirri stöðu að þurfa að sanna sig.“

„Ég vil að hann verði áfram en ef ég væri Jack þá myndi ég láta samninginn renna út og fara eitthvert annað, hvort sem það sé í janúar eða í maí.“

Wilshere byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í deildinni í langan tíma gegn West Ham í vikunni en West Ham er einmitt eitt af þeim liðum sem hafa verið orðuð við Wilshere síðustu mánuðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×