Segir skilið við Frelsisflokkinn og leggur stuðning sinn við Flokk fólksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 18:31 Margrét Friðriksdóttir styður nú Flokk fólksins. Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur, hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests. DV sagði fyrst frá þessu. Í samtali við Vísi segist Margrét leggja alfarið stuðning sinn við Flokk fólksins og hyggst hún leggja honum liðsinni sitt þrátt fyrir að hafa ekki hug á því að bjóða sig fram til Alþingiskosninga. Margréti þykir starfsvettvangurinn á Alþingi ekki spennandi. „Það eru kosningar hérna árlega,“ segir Margrét um þessa miklu umrótatíma. Margrét segist áhugasöm um borgarmálin en hún útilokar ekki mögulegt framboð til borgarstjórnarkosninga undir merkjum Flokks fólksins þegar að því kemur.Afhuga flokki sem hún segir hverfast um eitt málefniAðspurð svarar Margrét að trúnaðarbresturinn í Frelsisflokknum felist aðallega í því að forysta flokksins feti braut sem sé þvert á samþykktir aðalfundar. Margrét segist ekki vilja tilheyra flokki sem hverfist einungis um innflytjendamál en hún segir ýmsa aðila innan Frelsisflokksins nýverið tala um flokkinn sem „þjóðhyggjuflokk.“ „Ákveðin var viss nálgun á aðalfundi sem var andstaða við þetta Þjóðfylkingardæmi. Ég sagði alveg skírt í upphafi að ég myndi ekki taka þátt í neinni Þjóðfylkingu í öðru veldi. Ég lýsti minni nálgun mjög skírt. Mín nálgun er mjög lík þeirri hjá Flokki fólksins og hjá Ingu Sæland. Ég vildi fara mildara í hlutina og ég vil líka einblína á önnur málefni sem ég tel ekki síður mikilvæg; innanríkismálefni eins og fátækt, húsnæðismál og menntamál. Þetta eru mál sem eru miklu ofar á baugi, að mínu mati, heldur en einhver innflytjendamál,“ segir Margrét um ásteytingarefnið.Vildi sameina smærri framboðMargrét sá ætíð fyrir sér sameiningu smærri framboða. „Þá var ég að skoða Flokk fólksins og ég var búin að ræða það við Ingu og Frelsisflokkinn og jafnvel Framfaraflokkinn sem mér skilst að átti að stofna núna í haust,“ bætir hún við. Hún segir að hugmynd þessi hafi mælst vel fyrir á aðalfundinn og að meirihluti Frelsisflokksins hefði tekið undir með henni en að ekkert hafi orðið úr þessu.Finnur hugsjón sinni farveg hjá Flokki fólksinsMargrét segist treysta Ingu Sæland fullkomlega til þess að veita flokknum forystu og hún telur brýnt að sem flestir styðji flokkinn og Ingu til þess að Flokkur fólksins fái sem mest fylgi. Tengdar fréttir Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur, hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests. DV sagði fyrst frá þessu. Í samtali við Vísi segist Margrét leggja alfarið stuðning sinn við Flokk fólksins og hyggst hún leggja honum liðsinni sitt þrátt fyrir að hafa ekki hug á því að bjóða sig fram til Alþingiskosninga. Margréti þykir starfsvettvangurinn á Alþingi ekki spennandi. „Það eru kosningar hérna árlega,“ segir Margrét um þessa miklu umrótatíma. Margrét segist áhugasöm um borgarmálin en hún útilokar ekki mögulegt framboð til borgarstjórnarkosninga undir merkjum Flokks fólksins þegar að því kemur.Afhuga flokki sem hún segir hverfast um eitt málefniAðspurð svarar Margrét að trúnaðarbresturinn í Frelsisflokknum felist aðallega í því að forysta flokksins feti braut sem sé þvert á samþykktir aðalfundar. Margrét segist ekki vilja tilheyra flokki sem hverfist einungis um innflytjendamál en hún segir ýmsa aðila innan Frelsisflokksins nýverið tala um flokkinn sem „þjóðhyggjuflokk.“ „Ákveðin var viss nálgun á aðalfundi sem var andstaða við þetta Þjóðfylkingardæmi. Ég sagði alveg skírt í upphafi að ég myndi ekki taka þátt í neinni Þjóðfylkingu í öðru veldi. Ég lýsti minni nálgun mjög skírt. Mín nálgun er mjög lík þeirri hjá Flokki fólksins og hjá Ingu Sæland. Ég vildi fara mildara í hlutina og ég vil líka einblína á önnur málefni sem ég tel ekki síður mikilvæg; innanríkismálefni eins og fátækt, húsnæðismál og menntamál. Þetta eru mál sem eru miklu ofar á baugi, að mínu mati, heldur en einhver innflytjendamál,“ segir Margrét um ásteytingarefnið.Vildi sameina smærri framboðMargrét sá ætíð fyrir sér sameiningu smærri framboða. „Þá var ég að skoða Flokk fólksins og ég var búin að ræða það við Ingu og Frelsisflokkinn og jafnvel Framfaraflokkinn sem mér skilst að átti að stofna núna í haust,“ bætir hún við. Hún segir að hugmynd þessi hafi mælst vel fyrir á aðalfundinn og að meirihluti Frelsisflokksins hefði tekið undir með henni en að ekkert hafi orðið úr þessu.Finnur hugsjón sinni farveg hjá Flokki fólksinsMargrét segist treysta Ingu Sæland fullkomlega til þess að veita flokknum forystu og hún telur brýnt að sem flestir styðji flokkinn og Ingu til þess að Flokkur fólksins fái sem mest fylgi.
Tengdar fréttir Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir íhugar framboð í borginni Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og einn stjórnandi Facebook hópsins Stjórnmálaspjallsins íhugar að bjóða sig fram til borgarstjórnar í sveitastjórnarkosningunum næsta vor. 11. ágúst 2017 16:18