Formenn flokkanna funda með forseta Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:51 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, situr við enda borðsins. Henni á vinstri hönd situr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þá kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og fremst á myndinni er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Unni á hægri hönd situr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem sést þó ekki á myndinni þar sem hún er á bakvið Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. Við hlið hans situr Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. vísir/anton brink Fundur formanna þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi með forseta þingsins, Unni Brá Konráðsdóttur, hófst klukkan 12:30 í þinghúsinu. Formennirnir fara nú með forseta yfir næstu skref varðandi störf þingsins í ljósi þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst í morgun á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu verður þing rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Eins og fjallað hefur verið um sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn síðastliðið fimmtudagskvöld. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem þau töldu hafa orðið í ríkisstjórninni þegar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, miðlaði þeim upplýsingum til Bjarna að faðir hans hefði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan kynferðisbrotamann á umsókn hans um uppreist æru. Á laugardag baðst Bjarni lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og féllst Guðni á það en bað ráðherrann og aðra í ríkisstjórninni að sitja í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Fundur formanna þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi með forseta þingsins, Unni Brá Konráðsdóttur, hófst klukkan 12:30 í þinghúsinu. Formennirnir fara nú með forseta yfir næstu skref varðandi störf þingsins í ljósi þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst í morgun á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu verður þing rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Eins og fjallað hefur verið um sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn síðastliðið fimmtudagskvöld. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem þau töldu hafa orðið í ríkisstjórninni þegar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, miðlaði þeim upplýsingum til Bjarna að faðir hans hefði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan kynferðisbrotamann á umsókn hans um uppreist æru. Á laugardag baðst Bjarni lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og féllst Guðni á það en bað ráðherrann og aðra í ríkisstjórninni að sitja í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. 18. september 2017 11:43
Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05