Pepsi-mörkin: 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir að fótbrjóta menn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2017 11:30 Aleksandar Trninic, miðjumaður KA, var sjálfum sér til skammar í markalausa jafnteflinu við KR í Vesturbænum í gær. Trninic byrjaði á því negla KR-inginn Andre Bjerregaard niður með fáránlegri tæklingu sem hann fékk gult spjald fyrir. Bjerregaard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þetta er langt frá því að vera fyrsta grófa tækling Trninic í sumar. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum í gær. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Hjörvar Hafliðason tók í sama streng. „Hann er bara að reyna að eyðileggja feril leikmanna með þessum tæklingum sínum,“ sagði Hjörvar. Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Ótrúleg ákvörðun að taka Fyrirliði KR, Pálmi Rafn Pálmason, var að vonum gífurlega svekktur í lok leiks enda var mark dæmt af liði hans á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA. 17. september 2017 18:44 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - KA 0-0 | Mark dæmt af KR á lokamínútunum KR hefur gengið illa á heimavelli að undanförnu og í dag varð engin breyting þar á. 17. september 2017 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Aleksandar Trninic, miðjumaður KA, var sjálfum sér til skammar í markalausa jafnteflinu við KR í Vesturbænum í gær. Trninic byrjaði á því negla KR-inginn Andre Bjerregaard niður með fáránlegri tæklingu sem hann fékk gult spjald fyrir. Bjerregaard þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Þetta er langt frá því að vera fyrsta grófa tækling Trninic í sumar. „Það er einhvern veginn þannig með þennan ágæta mann að maður hefur það á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að hann fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um Trninic í Pepsi-mörkunum í gær. „Hann er ekkert eðlilega grófur. Þetta var hrottaleg tækling og við höfum séð alltof margar svona tæklingar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort það eða maðurinn er yfirmáta klaufskur.“ Hjörvar Hafliðason tók í sama streng. „Hann er bara að reyna að eyðileggja feril leikmanna með þessum tæklingum sínum,“ sagði Hjörvar. Trninic er ekki bara grófur heldur gerir hann sig líka oftsinnis sekan um leikaraskap. „Það er sorglegt að þurfa eyða tíma í þessum þætti að fjalla um þennan mann. Þetta er ótrúlegt. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilfelli og reynir síðan að fótbrjóta menn,“ sagði Óskar Hrafn. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Ótrúleg ákvörðun að taka Fyrirliði KR, Pálmi Rafn Pálmason, var að vonum gífurlega svekktur í lok leiks enda var mark dæmt af liði hans á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA. 17. september 2017 18:44 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - KA 0-0 | Mark dæmt af KR á lokamínútunum KR hefur gengið illa á heimavelli að undanförnu og í dag varð engin breyting þar á. 17. september 2017 19:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Pálmi Rafn: Ótrúleg ákvörðun að taka Fyrirliði KR, Pálmi Rafn Pálmason, var að vonum gífurlega svekktur í lok leiks enda var mark dæmt af liði hans á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA. 17. september 2017 18:44
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - KA 0-0 | Mark dæmt af KR á lokamínútunum KR hefur gengið illa á heimavelli að undanförnu og í dag varð engin breyting þar á. 17. september 2017 19:00