Stórfurðulegur sólarhringur og spennufallið tveimur dögum síðar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2017 11:30 Hjónin Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson á frumsýningunni. Myndir/Kristín Edda Gylfadóttir Leikverkið 1984 var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. Bergur Þór hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði eða alveg frá því að ljóst varð að Robert Downey hefði fengið uppreist æru. Dóttir Bergs er einn brotaþola Robert Downey.„Það gekk alveg rosalega vel, alveg æðislega,“ segir Bergur sem er eins og áður segir leikstjóri verksins. „Leikararnir stóðu sig alveg frábærlega en ég var sjálfur í einskonar leikstjóralosti eins og maður er alltaf á frumsýningu. Það er alltaf stress að leggja eitthvað svona fyrir fólk.“ Föstudagurinn var heldur betur einkennilegur fyrir Berg en stuttu áður hafði ríkisstjórnin fallið og var gríðarlega mikið fjölmiðlafár í kringum hann. „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta var stórfurðulegur sólahringur. Mér finnst eins og ég sé að detta inn í spennufall núna, tveimur dögum síðar,“ segir Bergur en troðfullt var á frumsýningunni.Á ekki að snúast um mig „Það er frábært fólk á sviðinu og ég hef verið að vinna með frábærum listrænum stjórnendum. Ég er því gríðarlega ánægður með útkomuna.“ Bergur vill ekki að þessi sýning fari að snúast um sig. „Ég á svolítið erfitt með það að vera settur í forgrunn þegar kemur að þessu leikverki. Mér fannst fólk vera klappa fyrir okkur öllum þegar við hneigðum okkur öll. Ég á alveg erfitt með það að þetta eigi allt að snúast um mig, því það er ótal fólk sem er með mér hundrað prósent í þessu öllum.“ 1984 er byggt klassískri skáldsögu George Orwell og leikgerðin er eftir þá Duncan Macmillan og Robert Icke. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi. Aðalleikarar í leiksýningunni eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Jóhann Sigurðarson, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Erlen Ísabella Einarsdóttir. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Aðstaðdendum 1984 var klappað lof í lófa.Elíza Reed, forsetafrú, Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, og leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir.Leikkonurnar Unnur Eggertsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.Felix Bergsson og sjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson létu sjá sig en lengst til vinstri má sjá Sólveigu Guðmundsdóttir, leikkonu, og lengst til hægri er María Reyndal leikstjóri.Leikarahjónin Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós, og Álfrún ÖrnólfsdóttirMaría Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Hrafnhildi Hagalín.Þessir leikhúsgestir voru sáttur með sýninguna. Lengst til hægri má sjá Berlindi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikverkið 1984 var frumsýnt á nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn en Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri verksins. Bergur Þór hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði eða alveg frá því að ljóst varð að Robert Downey hefði fengið uppreist æru. Dóttir Bergs er einn brotaþola Robert Downey.„Það gekk alveg rosalega vel, alveg æðislega,“ segir Bergur sem er eins og áður segir leikstjóri verksins. „Leikararnir stóðu sig alveg frábærlega en ég var sjálfur í einskonar leikstjóralosti eins og maður er alltaf á frumsýningu. Það er alltaf stress að leggja eitthvað svona fyrir fólk.“ Föstudagurinn var heldur betur einkennilegur fyrir Berg en stuttu áður hafði ríkisstjórnin fallið og var gríðarlega mikið fjölmiðlafár í kringum hann. „Þú getur rétt ímyndað þér, þetta var stórfurðulegur sólahringur. Mér finnst eins og ég sé að detta inn í spennufall núna, tveimur dögum síðar,“ segir Bergur en troðfullt var á frumsýningunni.Á ekki að snúast um mig „Það er frábært fólk á sviðinu og ég hef verið að vinna með frábærum listrænum stjórnendum. Ég er því gríðarlega ánægður með útkomuna.“ Bergur vill ekki að þessi sýning fari að snúast um sig. „Ég á svolítið erfitt með það að vera settur í forgrunn þegar kemur að þessu leikverki. Mér fannst fólk vera klappa fyrir okkur öllum þegar við hneigðum okkur öll. Ég á alveg erfitt með það að þetta eigi allt að snúast um mig, því það er ótal fólk sem er með mér hundrað prósent í þessu öllum.“ 1984 er byggt klassískri skáldsögu George Orwell og leikgerðin er eftir þá Duncan Macmillan og Robert Icke. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi. Aðalleikarar í leiksýningunni eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Jóhann Sigurðarson, Hannes Óli Ágústsson, Haraldur Ari Stefánsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Erlen Ísabella Einarsdóttir. Hér að neðan má sjá myndir frá frumsýningunni.Aðstaðdendum 1984 var klappað lof í lófa.Elíza Reed, forsetafrú, Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, og leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir.Leikkonurnar Unnur Eggertsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.Felix Bergsson og sjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson létu sjá sig en lengst til vinstri má sjá Sólveigu Guðmundsdóttir, leikkonu, og lengst til hægri er María Reyndal leikstjóri.Leikarahjónin Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós, og Álfrún ÖrnólfsdóttirMaría Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Hrafnhildi Hagalín.Þessir leikhúsgestir voru sáttur með sýninguna. Lengst til hægri má sjá Berlindi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira