Það var að morgni laugardagsins 9. júlí árið 2011 sem landsmenn vöknuðu við það að hlaup undan Kötlu hafði rofið hringveginn og skolað burt brúnni yfir Múlakvísl. Þegar síðan flogið var yfir Kötlu sást að þar höfðu myndast fjórir stórir sigkatlar.

„Það hafa sennilega orðið þrjú lítil Kötlugos svona án þess að menn tækju eftir þeim, og það síðasta núna árið 2011, þegar kom flóð úr Kötlu og brúin á Múlakvísl fór, sællar minningar. Það var að öllum líkindum lítið gos undir jöklinum, sem var bara það lítið að það náði ekki upp í gegnum ísinn.“

„En samkvæmt mælingum sem gerðar voru, skjálftamælingum aðallega, þá bendir flest til þess að það hafi verið gos sem olli þessu flóði og frekari rannsóknir hafa frekar stutt það heldur en hitt.“

„Seinni rannsóknir á þeim atburði benda til þess að það hafi orðið smágos undir Vatnajökli líka,“ segir hann.
Og enn fleiri dæmi um lítil leynigos undir jökli tengjast Bárðarbungu árið 2014 en Páll segir flest benda til þess að áður en sprungan opnaðist í Holuhrauni hafi kvika náð að brjótast upp á sex eða sjö stöðum undir jöklinum.
„Bárðabungugosið þarna gæti hugsanlega verið sjö gos í raun og veru, ef við förum að telja allt saman. Það er ekki alveg augljóst hvernig á að telja gosin.“
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: