Innlent

Amnesty með risavaxna ljósa innsetningu á Hallgrímskirkju

Heimir Már Pétursson skrifar
Hér má sjá ljósainnsetninguna á mynd sem tekin er af dróna.Amnesty Internationa

Amnesty International á Íslandi stendur fyrir ljósainnsetningu utan á Hallgrímskirkju fram til fimmta desember. Innsetningunni var hleypt af stokkunum í dag og verður boðið upp á hana frá fimm til tíu á kvöldin næstu fimm daga.



Með þessu vill Amnesty minna á herferð sína „Bréf til bjargar lífi." Fólki gefst kostur á að kynna sér mál tíu einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og grípa til aðgerða vegna þeirra

Nöfn allra þeirra sem skrifa undir ákall í málum þessara tíu einstaklinga og hópa til viðkomandi stjórnvalda munu varpast á framhlið kirkjunnar og halda kertaloganum lifandi. "Bréf til bjargar lífi" er stærsti mannréttindaviðburður heims sem árlega safnar milljónum bréfa, korta, sms-ákalla og undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að gera umbætur í mannréttindamálum.



Skrifaðu undir á heimasíðu Amnesti International á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×