Íbúar vilja bætur vegna hótels við Snorrabraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Nýbyggingin umlykur gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 á tvo vegu. Minjastofnun segir aðlögun forms og hæðar nýju byggingarinnar að eldri byggingum og götumyndum vera útfærða á sannfærandi hátt. Mynd/+Arkitektar Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ný bygging á allt að fjórum hæðum mun umlykja gömlu mjólkurstöðina á Snorrabraut 54 nái óskir nýs eiganda sem birtast í deiliskipulagstillögu fram að ganga. Það er félagið Snorrabragur ehf. sem átt hefur Snorrabraut 54 frá því í september síðastliðnum. Eigandi næstu fimmtán árin þar á undan var Söngskólinn í Reykjavík. „Við erum of fátæk til að eiga svona dýra eign,“ útskýrði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans, í viðtali við Fréttablaðið í júlí. Skólinn hafi verið skuldum vafinn. „Það eru alls konar hugmyndir uppi á borði,“ sagði Hilmar Kristinsson í júlí en félagið sem keypti er í eigu hans og eiginkonu hans, Rannveigar Einarsdóttur. Þau reka Hótel Sandholt á Laugavegi. Samkvæmt tillögunni sem nú er til meðferðar verður leyft að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni og byggja 4.450 fermetra byggingu á tveimur til fjórum hæðum. Það verði skilgreint fyrir hótel eða íbúðir baka til og verslun og þjónustu við Snorrabrautina. Leyft byggingarmagn á lóðinni í heild mun meira en fjórfaldast.Gera á upp glugga gömlu mjólkurstöðvarinnar og færa til upprunalegs horfs. Nýbygging er handa álmtrésins sem er friðað.Mynd/+ArkitektarHæð byggingarinnar er sögð miðast við að ekki falli skuggi inn í hinn nýja sundlaugargarð Sundhallar Reykjavíkur eftir klukkan níu á jafndægrum að vori og hausti og eftir klukkan tíu frá 13. október til 13. febrúar. Bílakjallari er undir byggingunni sem hægt verður að tengja við gömlu mjólkurstöðina. „Þrátt fyrir verulega aukið byggingarmagn á lóðinni heldur gamla mjólkurstöðin reisn sinni og ásýnd í götumyndum Snorrabrautar og Bergþórugötu,“ segir í áliti Minjastofnunar sem gert er fyrir Pál Hjaltason hjá +Arkitektum sem vinna deiliskipulagstillöguna. „Minjastofnun fagnar hugmyndum um endurgerð ytra borðs mjólkurstöðvarinnar í anda upphaflegrar hönnunar í tengslum við uppbyggingu á reitnum,“ segir enn fremur í álitinu. Meðlimir húsfélagsins á Snorrabraut 56 segjast hins vegar hafa verið blekktir með teikningum sem þeim voru sendar frá borgaryfirvöldum. „Samkvæmt nýjum upplýsingum er húsið við Snorrabraut sem átti að vera þriggja hæða nú orðið fjögurra hæða og ris og bakhúsin sem áttu að vera tveggja hæða eru orðin þriggja hæða og ris,“ segir í bréfi húsfélagsins. Þá bendir húsfélagið á að aðkeyrsla að bílakjallara nýja hússins verði aðeins nokkra metra frá svefnherbergisgluggum sjö íbúða. „Þar má búast við bílaumferð meira og minna allan sólarhringinn sem truflar svefn íbúa og mengar andrúmsloft,“ segja nágrannarnir og krefjast þess að aðkoman verði færð. Ónæði verði af sprengingum í klöpp á framkvæmdatímanum. Allt sé þetta heilsuspillandi. „Líklegt er að íbúðirnar falli í verði og að erfitt verði að selja þær,“ segir húsfélagið. Farið verði fram á bætur ef ekki verði orðið við kröfum um breytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira