Kunnáttan erfist milli kynslóða Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2017 09:30 "Ég hafði aldrei komið til Afríku áður og fannst það sterk upplifun. Oft grét ég hreinlega meðan ég var þar, því ég var svo snortin,“ segir Sigríður. Fréttablaðið/Anton Brink Ég vissi ekki einu sinni hvar Síerra Leóne var á kortinu, hvað þá meira, þegar til tals kom að ég færi þangað og kannaði samstarf íslenskra hönnuða við handverksfólk þar. Uppástungan kom frá Jóhannesi Þórðarsyni arkitekt. Þegar við störfuðum við Listaháskólann stýrði ég verkefni þar sem hugmyndir hönnunarnemenda og þekking bænda sköpuðu nýjar söluvörur eins og skyrkonfekt og rabarbarakaramellu. Þarna lá svipuð pæling að baki.“ Þannig lýsir Sigríður Sigurjónsdóttir vöruhönnuður tildrögum þess að hún hóf samstarf við fólk í Síerra Leóne á vesturstönd Afríku. Þangað fór hún á vegum Auroru velferðarsjóðs sem hefur í tíu ár styrkt starfsemi þar í gegnum Unicef. Meðal annars byggt skóla í sveitum svo börn þyrftu ekki að leggja á sig tveggja tíma göngu í skólann þar sem stúlkum var iðulega nauðgað á leiðinni.Systurnar Guðrún og Sigríður virða fyrir sér litskrúðug efnin af aðdáun.„Ég hafði aldrei komið til Afríku áður og fannst það sterk upplifun. Oft grét ég hreinlega meðan ég var þar, því ég var svo snortin,“ lýsir Sigríður. „Ég var mest í höfuðborginni Freetown en ferðaðist líka um og heimsótti sveitaþorp. Þar er talsvert af námum með fallegum steinum en slíkar náttúruauðlindir hafa í raun valdið heimafólki meiri óhamingju en gæfu, því stríð hefur skapast vegna þeirra. Íbúarnir eiga þó fallegar hefðir í skartgripa- og körfugerð en lítið er að finna af fróðleik eða myndum á netinu, því Síerra Leóne virðist ekki land sem aðrar þjóðir hafa áhuga á að vinna með. Mér fannst áhugavert að skoða það sem fólkið var að gera. Á einum stað var körfugerð, á öðrum útskurður og þriðja vefnaður.“Vill ekki flækja hlutina of mikið Þessi ferð Sigríðar um Síerra Leóne stóð í tvær vikur og hún kveðst hafa notið þess að Regína Bjarnadóttir, sem er þróunarverkfræðingur, býr þar og starfar á vegum Aurorusjóðsins. „Regína fór með mér víða. Ég hefði ekki getað verið ein, þetta er svo vanþróað land og eitt það fátækasta í heiminum. En fólkið þar talar ensku, dálítið skrítna að vísu en ensku þó, því landið var bresk nýlenda.“ Þegar Sigríður kom heim fór hún að huga að framhaldinu. Eftir að hafa kennt við Listaháskólann í mörg ár og líka rekið galleríið Spark þekkir hún marga hönnuði. „Ég vildi ekki flækja hlutina of mikið heldur leist best á að hafa bændaverkefnið til hliðsjónar og fá hönnuði til að vera í beinu sambandi við handverksfólkið og vinna með því en auka vöruvöndun þar sem þess væri þörf. Svo varð ég að velja hönnuði sem væru með sinn eigin sölukanal því ég er ekki í aðstöðu til að markaðssetja vörur. Mér komu strax í hug eigendur Kronkron, Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson. Þau eru svo litrík og eru bæði að selja í búðinni sinni og erlendis. Næst talaði ég við eigendur As We Grow, fyrirtækis sem fékk Hönnunarverðlaun Íslands í fyrra, en aðalhönnuðurinn þar, Guðrún Ragna, er systir mín. Ég ræddi líka við fleiri hönnuði en verkefnið hentaði þeim ekki,“ segir Sigríður og lýsir því hvernig gekk.„Magni og Hugrún höfðu ferðast til Afríku og þau stukku strax á vagninn. Líka Guðrún systir. Við þrjú fórum saman út til Síerra Leóne í september síðastliðnum. Guðrún fór með klassísk snið frá As We Grow til klæðskera sem vinnur heima hjá sér og er mjög vandvirkur. Hann vildi frekar fá kjól heldur en snið, er ekki vanur að vinna með snið. Svo fór Guðrún að velja efni til að sauma úr og þarna eru geggjuð efni. Mörg þeirra eru reyndar framleidd í Kína en um helmingur þeirra sem við völdum er frá vesturströnd Afríku. Klæðskerinn var kannski með eitthvert mynstur í kjól sem sneri svo allt öðru vísi í annarri erminni. Við erum auðvitað óvön þessu en svo fannst okkur þetta svolítið sniðugt. Þeir kjólar eru þá bara einstakir. Guðrún var líka að vinna með vefara og frá honum koma ofnu vasarnir á kjólana og upprúllanleg bílabraut, leikfang sem Guðrún hannaði. Vefarinn vinnur úti, undir bananatré, er ekki með neina vinnuaðstöðu aðra. En hann er með aðstoðarfólk. Svo vann Guðrún með 24 ára manni sem er útskurðarmeistari og elstur í stórum systkinahópi, móðir hans er einstæð með sjö börn, þrjú sem hún ól sjálf og fjögur sem hún ættleiddi þegar systir hennar dó frá þeim í fyrra. Alltaf með eitt lítið á bakinu, eitt fósturbarnanna. Hún býr til skartgripi og vinnur á sama markaði og strákurinn hennar. Lærði perlusaum af móður sinni og hann lærði útskurðinn af afa sínum. Svona erfist verkkunnáttan milli kynslóða. Mér fannst gaman að fylgjast með Magna og Hugrúnu. Þau útskýrðu fyrir skartgripakonu hvað þau vildu og komu með alvöru þráð með sér að heiman, því þræðir sem notaðir eru þarna úti hrynja í sundur eftir ákveðinn tíma. Þau kenndu fólki að ganga vel frá öllu og nota góðan tvinna í saumaskap og góðar festingar. Allt er svo fallegt sem þarna er gert og því er synd ef svona smáatriði eru ekki í lagi. En kannski hefur fólkið bara ekki aðgang að vandaðri tvinna og lásum. Hugrún tók svo með sér tíu hálsfestar á sýningu í París og fékk strax pöntun, sem þýddi að fertugur skartgripahönnuður í Freetown gat borgað fyrir elstu stelpuna sína í háskóla.“Samstarfskonurnar Hanna Martin og Hugrún Árnadóttir úr Kronkron. Hanna með yngsta fósturbarnið á bakinu. Myndir/Olivia Acland24 þúsund ferðamenn á ári Þið eruð að hrófla svolítið við hagkerfinu. „Já, en þetta eru allt lítil verkefni og við vinnum „maður á mann“. Fólk deilir þeim samt með sér. Ef einhver fær stóra pöntun þá eru félagar hans á markaðinum að vinna að framleiðslunni saman. Við fórum í lítið þorp þar sem mikið er búið til af körfum og pöntuðum nokkrar. Þegar við komum að sækja þær þá voru allir í þorpinu að vinna upp í pöntunina þannig að samvinnan er mikil. Svo er spurning hvernig ágóðanum er deilt en það er ekki eitthvað sem við skiptum okkur af.“ Sigríður kveðst oft hugsa um aðstöðu fólksins í Síerra Leóne og spyrja sjálfa sig hvort eitthvað geti verið rangt við það sem hún sé að gera. Niðurstaðan sé sú að þótt verkefnið sé lítið þá hjálpi það vonandi einhverjum. „Þetta er allt sjálfstætt starfandi handverksfólk sem við skiptum við. Við fórum heim til þess og fylgdumst með því vinna. Hvaða möguleika hefur það til að selja sína vöru? Tveir handverksmarkaðir eru í borginni. Stundum var ég þar í hálfan dag og það kom enginn. Það eru svo ofboðslega fáir ferðamenn í Síerra Leóne og heimamenn eiga svo lítinn pening. Ég var reyndar á rigningatímabilinu sem varir í hálft ár. En það koma ekki nema um 24 þúsund ferðamenn til landsins á ári en um sjö milljónir búa þar.“ Mikil spilling er í landinu sem aðallega tengist stjórnmálunum að sögn Sigríðar. „Ég er búin að heyra alls konar sögur svo maður er hvergi öruggur um neitt. Þarna eru nokkrir mjög ríkir stjórnmálamenn og fjölskyldur þeirra en almenningur er svo algerlega hinum megin á skalanum, fólk sem hugsar bara: hvernig get ég lifað daginn af? Það er innbrennt í marga. Við vorum að reyna að útskýra fyrir handverksfólkinu okkar að ef það vandaði sig þá fengi það aðra pöntun. Mér fannst það komast til skila, það á eftir að koma í ljós.“ Að hafa Regínu úti til að sinna samskiptum við heimafólkið og borga því segir Sigríður skipta sköpum fyrir þessi viðskipti. „Það kunna ekki allir framleiðendurnir að skrifa reikninga, við þurftum að kenna sumum það, þannig að þetta er lítið þróunarverkefni sem ég vona að verði til góðs og hef sannfæringu fyrir því.“ Í nóvember héldu fimm hönnuðir til viðbótar til Síerra Leóne og verður það samstarf kynnt á HönnunarMars 2018. Ekki kveðst Sigríður vilja fleiri hönnuði í dæmið. „Það tekur tíma og kostar peninga að ferðast til Afríku og byggja upp svona sambönd og þeim fjármunum sem færi í það er betur varið í að byggja upp það samstarf sem þegar er hafið. Ef vel gengur smitar það vonandi út frá sér til fleiri þarna úti. Þá er tilganginum náð.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ég vissi ekki einu sinni hvar Síerra Leóne var á kortinu, hvað þá meira, þegar til tals kom að ég færi þangað og kannaði samstarf íslenskra hönnuða við handverksfólk þar. Uppástungan kom frá Jóhannesi Þórðarsyni arkitekt. Þegar við störfuðum við Listaháskólann stýrði ég verkefni þar sem hugmyndir hönnunarnemenda og þekking bænda sköpuðu nýjar söluvörur eins og skyrkonfekt og rabarbarakaramellu. Þarna lá svipuð pæling að baki.“ Þannig lýsir Sigríður Sigurjónsdóttir vöruhönnuður tildrögum þess að hún hóf samstarf við fólk í Síerra Leóne á vesturstönd Afríku. Þangað fór hún á vegum Auroru velferðarsjóðs sem hefur í tíu ár styrkt starfsemi þar í gegnum Unicef. Meðal annars byggt skóla í sveitum svo börn þyrftu ekki að leggja á sig tveggja tíma göngu í skólann þar sem stúlkum var iðulega nauðgað á leiðinni.Systurnar Guðrún og Sigríður virða fyrir sér litskrúðug efnin af aðdáun.„Ég hafði aldrei komið til Afríku áður og fannst það sterk upplifun. Oft grét ég hreinlega meðan ég var þar, því ég var svo snortin,“ lýsir Sigríður. „Ég var mest í höfuðborginni Freetown en ferðaðist líka um og heimsótti sveitaþorp. Þar er talsvert af námum með fallegum steinum en slíkar náttúruauðlindir hafa í raun valdið heimafólki meiri óhamingju en gæfu, því stríð hefur skapast vegna þeirra. Íbúarnir eiga þó fallegar hefðir í skartgripa- og körfugerð en lítið er að finna af fróðleik eða myndum á netinu, því Síerra Leóne virðist ekki land sem aðrar þjóðir hafa áhuga á að vinna með. Mér fannst áhugavert að skoða það sem fólkið var að gera. Á einum stað var körfugerð, á öðrum útskurður og þriðja vefnaður.“Vill ekki flækja hlutina of mikið Þessi ferð Sigríðar um Síerra Leóne stóð í tvær vikur og hún kveðst hafa notið þess að Regína Bjarnadóttir, sem er þróunarverkfræðingur, býr þar og starfar á vegum Aurorusjóðsins. „Regína fór með mér víða. Ég hefði ekki getað verið ein, þetta er svo vanþróað land og eitt það fátækasta í heiminum. En fólkið þar talar ensku, dálítið skrítna að vísu en ensku þó, því landið var bresk nýlenda.“ Þegar Sigríður kom heim fór hún að huga að framhaldinu. Eftir að hafa kennt við Listaháskólann í mörg ár og líka rekið galleríið Spark þekkir hún marga hönnuði. „Ég vildi ekki flækja hlutina of mikið heldur leist best á að hafa bændaverkefnið til hliðsjónar og fá hönnuði til að vera í beinu sambandi við handverksfólkið og vinna með því en auka vöruvöndun þar sem þess væri þörf. Svo varð ég að velja hönnuði sem væru með sinn eigin sölukanal því ég er ekki í aðstöðu til að markaðssetja vörur. Mér komu strax í hug eigendur Kronkron, Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson. Þau eru svo litrík og eru bæði að selja í búðinni sinni og erlendis. Næst talaði ég við eigendur As We Grow, fyrirtækis sem fékk Hönnunarverðlaun Íslands í fyrra, en aðalhönnuðurinn þar, Guðrún Ragna, er systir mín. Ég ræddi líka við fleiri hönnuði en verkefnið hentaði þeim ekki,“ segir Sigríður og lýsir því hvernig gekk.„Magni og Hugrún höfðu ferðast til Afríku og þau stukku strax á vagninn. Líka Guðrún systir. Við þrjú fórum saman út til Síerra Leóne í september síðastliðnum. Guðrún fór með klassísk snið frá As We Grow til klæðskera sem vinnur heima hjá sér og er mjög vandvirkur. Hann vildi frekar fá kjól heldur en snið, er ekki vanur að vinna með snið. Svo fór Guðrún að velja efni til að sauma úr og þarna eru geggjuð efni. Mörg þeirra eru reyndar framleidd í Kína en um helmingur þeirra sem við völdum er frá vesturströnd Afríku. Klæðskerinn var kannski með eitthvert mynstur í kjól sem sneri svo allt öðru vísi í annarri erminni. Við erum auðvitað óvön þessu en svo fannst okkur þetta svolítið sniðugt. Þeir kjólar eru þá bara einstakir. Guðrún var líka að vinna með vefara og frá honum koma ofnu vasarnir á kjólana og upprúllanleg bílabraut, leikfang sem Guðrún hannaði. Vefarinn vinnur úti, undir bananatré, er ekki með neina vinnuaðstöðu aðra. En hann er með aðstoðarfólk. Svo vann Guðrún með 24 ára manni sem er útskurðarmeistari og elstur í stórum systkinahópi, móðir hans er einstæð með sjö börn, þrjú sem hún ól sjálf og fjögur sem hún ættleiddi þegar systir hennar dó frá þeim í fyrra. Alltaf með eitt lítið á bakinu, eitt fósturbarnanna. Hún býr til skartgripi og vinnur á sama markaði og strákurinn hennar. Lærði perlusaum af móður sinni og hann lærði útskurðinn af afa sínum. Svona erfist verkkunnáttan milli kynslóða. Mér fannst gaman að fylgjast með Magna og Hugrúnu. Þau útskýrðu fyrir skartgripakonu hvað þau vildu og komu með alvöru þráð með sér að heiman, því þræðir sem notaðir eru þarna úti hrynja í sundur eftir ákveðinn tíma. Þau kenndu fólki að ganga vel frá öllu og nota góðan tvinna í saumaskap og góðar festingar. Allt er svo fallegt sem þarna er gert og því er synd ef svona smáatriði eru ekki í lagi. En kannski hefur fólkið bara ekki aðgang að vandaðri tvinna og lásum. Hugrún tók svo með sér tíu hálsfestar á sýningu í París og fékk strax pöntun, sem þýddi að fertugur skartgripahönnuður í Freetown gat borgað fyrir elstu stelpuna sína í háskóla.“Samstarfskonurnar Hanna Martin og Hugrún Árnadóttir úr Kronkron. Hanna með yngsta fósturbarnið á bakinu. Myndir/Olivia Acland24 þúsund ferðamenn á ári Þið eruð að hrófla svolítið við hagkerfinu. „Já, en þetta eru allt lítil verkefni og við vinnum „maður á mann“. Fólk deilir þeim samt með sér. Ef einhver fær stóra pöntun þá eru félagar hans á markaðinum að vinna að framleiðslunni saman. Við fórum í lítið þorp þar sem mikið er búið til af körfum og pöntuðum nokkrar. Þegar við komum að sækja þær þá voru allir í þorpinu að vinna upp í pöntunina þannig að samvinnan er mikil. Svo er spurning hvernig ágóðanum er deilt en það er ekki eitthvað sem við skiptum okkur af.“ Sigríður kveðst oft hugsa um aðstöðu fólksins í Síerra Leóne og spyrja sjálfa sig hvort eitthvað geti verið rangt við það sem hún sé að gera. Niðurstaðan sé sú að þótt verkefnið sé lítið þá hjálpi það vonandi einhverjum. „Þetta er allt sjálfstætt starfandi handverksfólk sem við skiptum við. Við fórum heim til þess og fylgdumst með því vinna. Hvaða möguleika hefur það til að selja sína vöru? Tveir handverksmarkaðir eru í borginni. Stundum var ég þar í hálfan dag og það kom enginn. Það eru svo ofboðslega fáir ferðamenn í Síerra Leóne og heimamenn eiga svo lítinn pening. Ég var reyndar á rigningatímabilinu sem varir í hálft ár. En það koma ekki nema um 24 þúsund ferðamenn til landsins á ári en um sjö milljónir búa þar.“ Mikil spilling er í landinu sem aðallega tengist stjórnmálunum að sögn Sigríðar. „Ég er búin að heyra alls konar sögur svo maður er hvergi öruggur um neitt. Þarna eru nokkrir mjög ríkir stjórnmálamenn og fjölskyldur þeirra en almenningur er svo algerlega hinum megin á skalanum, fólk sem hugsar bara: hvernig get ég lifað daginn af? Það er innbrennt í marga. Við vorum að reyna að útskýra fyrir handverksfólkinu okkar að ef það vandaði sig þá fengi það aðra pöntun. Mér fannst það komast til skila, það á eftir að koma í ljós.“ Að hafa Regínu úti til að sinna samskiptum við heimafólkið og borga því segir Sigríður skipta sköpum fyrir þessi viðskipti. „Það kunna ekki allir framleiðendurnir að skrifa reikninga, við þurftum að kenna sumum það, þannig að þetta er lítið þróunarverkefni sem ég vona að verði til góðs og hef sannfæringu fyrir því.“ Í nóvember héldu fimm hönnuðir til viðbótar til Síerra Leóne og verður það samstarf kynnt á HönnunarMars 2018. Ekki kveðst Sigríður vilja fleiri hönnuði í dæmið. „Það tekur tíma og kostar peninga að ferðast til Afríku og byggja upp svona sambönd og þeim fjármunum sem færi í það er betur varið í að byggja upp það samstarf sem þegar er hafið. Ef vel gengur smitar það vonandi út frá sér til fleiri þarna úti. Þá er tilganginum náð.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira